Stílleysið og ljótleikinn æpir á mann

Höfuðröksemd þeirra sem vilja flugvöllinn burt virðist vera að það þurfi að þétta byggð. Um þetta er það að segja að sennilega er æskilegt að þétta byggð á einhverjum stöðum en þegar maður sér þvílíkar hörmungar eru skapaðar á nýjum svæðum í höfuðborginni og víðar koma upp í hugann orð skáldsins: Ekki meir! Ekki meir! Stílleysið og ljótleikinn æpir á mann. Ekki virðist sérstök ástæða til að ætla að smekkvísi og áhugi fyrir samræmi yrðu skyndilega í forgrunni ef farið væri að þétta byggð í Vatnsmýrinni. Er það reyndar efni í annan pistil.

Aðalatriði málsins er að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er á afar heppilegum og þægilegum stað. Staðsetningin nýtur víðtæks stuðnings meðal landsmanna. Þeir kæra sig ekki um að flugvöllurinn sé fluttur. Það á að hlusta á raddir þessa fólks.

Mér finnst ástæða til að vekja athygli á orðum Kolbrúnar Bergþórsdóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem skrifar um vinstri meirihlutann í borgarstjórn undir fyrirsögninni „Ekki meir! Ekki meir“. Ekki aðeins er Kolbrún listagóður skríbent heldur hefur hún góðan smekk og virðist hugsa á sama máta og við, almenningur.

Já, stílleysið og ljótleikinn æpir á mann, segir Kolbrún. Hvernig skyldi nú framtíðinni ganga að þurrka út þessa ásýnd sem er á hluta Reykjavíkur? Eitt er víst að það verður ekki hlutverk núverandi meirihluta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Góð athugasemd Sigurður Sigurðarson. Vonandi ber Reykvikingum gæfa til að losna við þessa óværu sem er að eiðileggja Borgina!! KV. Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 5.9.2013 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband