Ömurleg sviðsmynd fyrir 17 milljón kall
5.9.2013 | 08:04
Ég var að lesa Moggann minn og rakst þar á vel skrifaða grein um breytingarnar á Hofsvallagötu og mig rak í rogastans. Gerð var einhvers konar absúrd sviðsmynd sem síst af öllu fegrar götuna sem hingað til hefur ekki þótt neitt augnayndi. Látum það nú vera en að þessi uppálöppun skuli hafa kostað 17 milljónir króna þykir mér nokkuð vel í látið.
Svo vill nú til að ég kannast dálítið við rekstur afar lítils sveitarfélags eftir nokkurra ára vinnu. Margir með svipaða reynslu myndu álita sem svo að sautján milljónir séu mikill peningur, raunar fjáraustur án nokkurrar ábyrgðar. Sama hljóta íbúar í vesturbænum að álíta þar sem þarna er aðeins um hálfan kílómetra af Hofsvallagötu, sviðsmynd til bráðabirgða. Var í raun og veru ekki hægt að gera betur? Ég er viss um að nemendur i Melaskóla hefðu komið með betri og ódýrari tillögur hefði til þeirra verið leitað.
Vandinn er sá að meirihluti borgarstjórnar er ekki í nokkru sambandi við almenning í borginni. Hann veður áfram og eyðir peningum en gætir ekki að fólki, starfi þeirra eða jafnvel áhugamálum. Og þeir sem voga sér að hafa skoðun á því sem gerist í borginni eru hunsaðir.
Breytingar á Hofsvallagötu dýrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:14 | Facebook
Athugasemdir
Heyrði einn borgarfulltrúa segja í viðtali á Bylgjunni að ekki væru til peningar til að gera við lek skólaþök.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.9.2013 kl. 09:01
Tilgangurinn var ekki (fyrst og fremst) að fegra götuna, heldur að hægja á umferð. Það er jákvætt, og langflestir íbúar hverfisins sammála því markmiði. Það eykur öryggi og vellíðan og lífsgæði í hverfinu.
Svo má deila um hvort útfærslan sé vel heppnuð eða ekki.
En þetta er nú ekki mikill kostnaður hygg ég. Ef settur hefði verið meiri peningur í þetta hefði mátt gera þetta betur, hlaða upp alvöru hellulaðgar eyjur o.s.fr.
Skeggi Skaftason, 5.9.2013 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.