Stjórnmálalegur vandi ekki efnahagslegur
23.8.2013 | 14:33
Sagt var forðum að vel gefast ráð sem veitt eru af bestu manna yfirsýn. Þetta veit Bjarni Benediktsson og sækir nú ráð til valinkunnra manna. Þetta er ekkert stórráð heldur fjórmenningar sem flestir eru kunnir af fræðimennsku og störfum fyrir atvinnulífið. Þau eru Ragnar Árnason, Þráinn Eggertsson, Orri Hauksson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir.
Sérstaklega ber að fagna aðkomu Þráins Eggertssonar, fyrrum prófessor við viðskiptadeild Háskóla Íslands. Á síðasta ári var honum til heiðurs á sjötíu ára afmæli haldin ráðstefna. Í því tilefni sagði hann í viðtali við Morgunblaðið:
Mikilvægustu niðurstöður þessarar fræðigreinar sem ég hef rannsakað eru að þær þjóðir sem hafa dregist aftur úr glíma fyrst og fremst við stjórnmálalegan vanda en ekki efnahagslegan. Vandinn er alla jafna sá að þeim hefur ekki tekist að skapa þjóðríki sem veitir nauðsynlega opinbera þjónustu, heldur ríki þar sem valdaklíkur vaða uppi og úthluta bitlingum til stuðningsmanna sinna.
Fjármálaráðherra stofnar efnahagsráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki miklu heppilegra að hafa bara hæfasta hagfræðinginn í ráðherrastólnum?
Jósef Smári Ásmundsson, 23.8.2013 kl. 18:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.