Upplýsingakort af Gálgahrauni

Gálgahraun

Hér er afskaplega fallegt kort af Gálgahrauni eftir Ólaf Valsson og Árna Tryggvason. Mér finnst ástæða til að birta það hér.

Það fékk ég úr grein Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi, en hún birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Á kortinu má glögglega sjá hversu ruddaleg vegargerðin í gegnum hraunið er. Það klýfur það nánast í tvennt og gerir útaf við fornar götur sem um það liggja og eru enn notaðar af útivistarfólki.

Í trausti þess að enginn mótmælti var leyfði byggð syðst í hrauninu og þess gætt að þar væri núverandi Álftanesvegur svo mjór að hann dygði sem rök fyrir nýjum.Þetta er heimtilbúinn vandi og verður ekki leystur með því að ganga á náttúruminjar sem eru einstakar á höfuðborgarsvæðinu.

Ég skora á þá sem hafa ánægju af útivist að ganga nú um Gálgahraun og helst alla leið út á Eskines. Ekki síst er gaman að rölta um hraunið með börnum og segja þeim frá eldvirkninni.

IMC_0128_Sprunga_b._

Þetta fallega hraun er þannig að sá sem einu sinni kemur þangað tekur við það ástfóstri og leggst gegn öllum framkvæmdum sem spilla því. 

Um grein Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi, vil ég segja það eitt að hann kann eflaust margt betur en að vera málaflutningsmaður. Hann hefur einstaklega óglaðan stíl, brúkar ekki greinaskil og þekkir ekki eðli millifyrirsagna. Svo er hann vís með að hrekja gott fólk frá með pólitísku hnútukasti.

En nú er Vegagerðin komin af stað og þá veitir ekki af því að fá allar hendur upp á dekk og mótmæla framkvæmdunum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband