Klárum ESB málið með þjóðaratkvæðagreiðslu
20.8.2013 | 14:03
Í rúm fimmtíu ár deildi lítill minnihluti þjóðarinnar á veru landsins í Nató og hervernd Bandaríkjamanna á Miðnesheiði. Aldrei var farið í þjóðaratkvæðagreiðslur en yfirleitt þegar á reyndi höfðu stuðningsmenn vestrænnar samvinnu yfirhöndina í kosningum. Vinstra liðið heyktist alltaf á að reka herinn úr landi og segja ríkið úr Nató. Hinn þögli meirihluti landsmanna lét aldrei neinn bilbug á sér finna.
Við eigum að læra af reynslunni. Setjum ESB málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og fáum það út úr heiminum í eitt skipti fyrir öll. Stuðningsmenn ESB skilja ekki aðlögunarviðræðurnar, vita ekkert út á hvað þær snúast. Meira að segja gáfumenn eins og Stefán Ólafsson, prófessor, heldur að Ísland hafi verið að semja sig inn í ESB síðustu fjögur árin. Um leið skilur hann ekkert í því að aungvar niðurstöður hafa orðið í þeim samningum. Hann fattar ekki tilgang ESB með 35 kafla viðræðum og að umsókn um aðild hafi verið í þeim farvegi að kanna hvernig Ísland ætlaði að taka um reglur, lög og stjórnsýslu ESB og hvernig.
Hinn þögli meirihluti landsmanna mun einfaldlega hafna tilraunastarfsemi með sjálfstæði okkar.
Stefna flokkanna alltaf verið skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Ég er þér nokkuð sammála við aðildarandstæðingar verðum og eigum að þora að taka þennan slag.
Spurningin þarf að vera svona:
Villt þú að Ísland stefni að fullri aðild að Evrópusambandinu (ESB) og þar með verði aðildrviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju ?
JÁ eða NEI.
Slíkar þjóðaratkvæðagreiðsla þyrfti að fara fram algerlega sjálfsstæð, alls ekki með öðrum kosningum vegna þess hvað málið er stórt fyrir þjóðina.
Ég efast aldrei um annað en að við ESB aðildarandstæðingar myndum gjörvinna slíkar kosningar jafnvel þó svo að RÚV og 365 myndu hamast gegn okkur og fyrir ESB aðild, eins og þeir hafa gert hingað til.
Ég held að öll frekari töf og vandræðagangur með þetta mál myndi aðeins færa þessu ísmeygilega ESB aðildarliði vopn í hendur.
Gunnlaugur I., 20.8.2013 kl. 19:56
Tökum slaginn sem fyrst. Burtu með þetta mál úr íslenskri pólitík.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.8.2013 kl. 20:30
Sammála um að klára viðræðurnar en er á móti svona orðum eins og Gunnlaugur notar
"Ég held að öll frekari töf og vandræðagangur með þetta mál myndi aðeins færa þessu ísmeygilega ESB aðildarliði vopn í hendur."
Eru þeir sem telja að ESB aðild sé rétt spor að taka orðnir " ísmeygilegir.
Reynum að hafa umræðuna málefnalega en ef toga á mig ofan í drulluna til Gunnlaugs að þá vill ég til gamans umorða næst síðustu setningu hans og segja.
" Ég efast ekki um annað en að við ESB sinnar munum gjörvinna slíkar kosningar og það jafnvel þó svo að Mogginn, Heimsksýn, LÍÚ og Bændablaðið myndu hamast gegn okkur og gegn ESB aðild eins og þeir hafa gert hingað til.
Baldinn, 21.8.2013 kl. 11:51
Nei, það á ekki að kjósa um framhald á óleyfilegum (alþingi leyfði það ekki) stjórnsýslubreytingum í ríkisstofnunum. Það á að stoppa þetta og vinda ofan af þessu. Og ef fólk vill fara aftur af stað, verður að gera það á öðrum forsendum. Þar fyrir utan voru engar kosningar þegar sótt var um.
Elle_, 21.8.2013 kl. 12:52
Og það er ekkert rangt við orðið 'ísmeygilegur' frá Gunnlaugi. Fjöldi þeirra (aðallega Samfylkingin) sem stóðu að þessum óleyfisbreytingum gerði það með blekkingum og lygum um að skoða og um 'samningaviðræður'. Líka þeir sem neituðu þjóðinni um að kjósa í fyrstunni og vilja nú kjósa, fyrir sig.
Elle_, 21.8.2013 kl. 14:49
Semsagt Elle, þú vilt ekki leifa þjóðinni að ráða þessu. Alþingi Íslendinga samþykkti að sækja um aðild að ESB. Annars líkar mér ekki þetta bull þitt og bið um málefnalegar umræður.
Baldinn, 21.8.2013 kl. 15:44
Sko, ef þú segir mig bulla, ætla ég ekkert að ræða við þig. Hinsvegar var ég ekki að bulla neitt.
Vilji mikluminnihlutinn kjósa um málið, ættu þeir ekki að safna liði og fara fram á það? Ríkisstjórnin vill ekki þangað inn, þjóðin (um 70%) vill það ekki. Það þýðir ekkert fyrir nokkra menn að koma og heimta dýrt þjóðaratkvæði um einkamál sem þjónar bara nokkrum. Við gætum eins vel nokkur okkar komið og heimtað þjóðaratkvæði fyrir að sameinast Bandaríkjunum. Væri það málefnalegt? Væri það rökrétt?
Elle_, 21.8.2013 kl. 17:02
Og eins og ég sagði að ofan í no. 4, leyfði alþingi ekki stjórnsýslubreytingar í ríkisstofnunum. Það á að stoppa þetta vegna þess að alþingi leyfði þetta ekki og líka vegna þess að þjóðin var ekki spurð í fyrstunni.
Elle_, 21.8.2013 kl. 17:08
Elle, víst bullar þú og það kanski viljandi.
" Það þýðir ekkert fyrir nokkra menn að koma og heimta dýrt þjóðaratkvæði um einkamál sem þjónar bara nokkrum"
Þetta er bull. Það hefur í nokkur ár verið meirihluti 60-70% fyrir því að klára viðræðurnar. Eru 60-70% semsagt nokkrir. Síðan skrifar þú.
"Við gætum eins vel nokkur okkar komið og heimtað þjóðaratkvæði fyrir að sameinast Bandaríkjunum. Væri það málefnalegt? Væri það rökrétt?".
Þetta er aftur bara bull. Ef þið nokkur væruð 60-70% af þjóðinni að þá ætti að sjálfsögðu að kjósa um málið
Baldinn, 22.8.2013 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.