Grátið vegna skyndilegs skorts á peningum frá ESB
10.8.2013 | 13:02
Svo virðist sem allt sé hér í kalda koli vegna skyndilegs skorts á aðlögunarfé ESB. fólk sem hingað til hefur ekki borið sorg sína á torg ber nú opinberlega sér á brjóst og grætur stórum tárum vegna tapaðra IPA styrkja Evrópusambandsins. Og Ríkisútvarpið bergmálar þessu í beinni útsendingu yfir alþjóð rétt eins og um sé að ræða náttúruhamfarir.
Skoðum þetta nánar. Peningar sem gefnir eru til að liðka til vegna ýmiskonar viðskipta eru í sumum tilvikum réttilega nefndar mútur. Þær eru án ef veittar eða gefnar til að hafa áhrif á einstakling eða hóp til að það sé gert sem mútugjafinn vill.
Ekki aðeins glæpasamtök veita mútur. Dæmi eru um stórfyrirtæki, einstaklinga, ríki og jafnvel heilu ríkjasamböndin sem múta.
Spurning er þá hver sé munur á mútum því að veita styrki til óskyldra aðila líkt og ESB veitir umsóknarþjóðum. Tilgangurinn helgar alltaf meðalið. Auðvitað er það ekkert annað en spilling að bera fé á aðra til að fá því framgengt sem maður vill. Svo má endalaust deila um það hvor sé spilltari, sá sem ber fé á annan eða sá sem tekur við peningunum.
IPA styrki Evrópusambandsins er stytting á Instrument for Pre-Accession á ensku. Þeir hafa hingað til verið notaðir til að liðka til hjá ríkjum sem vilja sækja um aðild að sambandinu. Á vefsíðu Evrópustofu, áróðurstofnunar Evrópusambandsins fyrir aðild, segir um IPA styrki:
IPA-aðstoð er sérstaklega ætlað að styrkja lýðræðislegar stofnanir og réttarríkið, umbæta opinbera stjórnsýslu, stuðla að efnahagslegum breytingum og virðingu fyrir mannréttindum, styðja þróun borgaralegs samfélags, svæðisbundinnar samvinnu, stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr fátækt. Samkvæmt fjölærri rammaáætlun (e. Multi-Annual Indicative Financial Framework) er áætlað að 10 milljónum evra verði árlega úthlutað til Íslands á tímabilinu 2011-2013.
Þetta eru falleg orð en í stuttu máli en peningagjöf til umsóknarríkis er gjörsamlega óþörf og ástæðulaus. Þessir peningar hafa ekkert að segja vegna umsóknarinnar eða hugsanlegrar aðildar. Þeir gera ekki ríkið, fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga eða einhverja hópa betur undirbúna undir aðild.
IPA styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir að gera landsmenn hlynntari aðild. Hvaða orð sem menn nota yfir mútur, fjárburð eða annað álíka þá er tilgangurinn einn og hinn sami.
Ríkisstjórnin og meirihluti hennar á Alþingi hefur lýst því yfir hléi í aðlögunarviðræðum við ESB og þær verði ekki teknar upp aftur. Margir fagna en sumir geta ekki á sér heilum tekið vegna þessa. Sérstaklega virðist harmagrátur forstöðumanna ýmissa stofnana vera sár og af mikilli samviskusemi greinir Ríkisútvarpið frá töpuðum styrkjum.
Með þessu virðist sem að fjáraustur Evrópusambandsins hafi komið að góðu gagni. Reynt er að koma því inn hjá þjóðinni að hér sé um stórtap að ræða og ríkisstjórninni einni um að kenna að féð sé tapað.
Við þessu er bara eitt að segja. Hættið þessu væli. Þessir peningar voru höfðu sama tilgang og mútur og eðli máls vegna þjónar það ekki núna neinum tilgangi hjá ESB að henda peningum í ríki sem hætt er við aðild. Þegar ESB skúfar fyrir er það annað hvort vegna þess að sambandið er að reyna að setja þrýsting á Ísland eða það hefur gefist upp.
Hvað varðar verkefnin sem búið var að finna upp á til að eiga kost á þessum peningum, þá verður annað hvort að afla fjárins á annan hátt eða hætta við verkefnin. Þetta er ekkert flóknara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.8.2013 kl. 15:08
Eins og hann sagði ...
Jón Á Grétarsson, 10.8.2013 kl. 22:11
Þannig að Sigmundur er semsagt í fýlu af því að hann fær ekki mútufé áfram ? Annars er þetta bölvað rugl í þér Sigurður hreint út sagt. Þessir styrkir eru til að styrkja innviði þeirra ríkja sem sækja um aðild. Tyrkland fær þessa styrki og reyndar mest allra þrátt fyrir að ESB hafi í raun engan áhuga á að fá Tyrkland inn. Afhverju þá að múta þeim, getur þú svarað því ?
Óskar, 11.8.2013 kl. 06:35
Enn ruglarðu, Óskar. „Styrkja innviði“ ... hvað þýðir það eiginlega? Tóm vitleysa eins og þú ættir að vita en neitar að skilja eða skilur ekki. Veit ekki hvort er verra.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.8.2013 kl. 10:32
Ég hef aldrei heyrt um mútur sem hægt er að sækja um. Mútur eru yfirleitt greiddar í kyrrþey þar sem aðeins tveir vita. --- en þið framsjallar hafið skilgreint mútur algjörlega uppá nýtt, til hamingju!-- já og múturfé til Tyrklands sem enginn vill fá í sambandið, ekki svaraðir þú því.
Óskar, 11.8.2013 kl. 13:46
M´laefnaleg umræða er ekki þín sterkasta hlið né heldur þekkingaröflun.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.8.2013 kl. 16:29
Fannst athyglisverð fréttin þar sem kom fram skipting styrkupphæðanna ég gat ekki annað heyrt en að meirihluti upphæðanna rynni til ríkja innan ESB í formu vöru og þjónustu man ekki upphæðirnar ern stór hluti þess sem átti að fara í tolla málið átti að fara í búnað frá Þyskalandi ef ég man rétt
Jón Aðalsteinn Jónsson, 11.8.2013 kl. 17:28
já Jón, það er stórmerkilegt að múta þjóðum til að ganga í ESB sem eru þegar í ESB! Þessi umræða af hálfu ESB andstæðinga um meint mútur heldur hvorki vatni né vindi.
Óskar, 11.8.2013 kl. 19:58
Óskar, svaraðu nú þessu einu sinni og sýndu þekkingu þína, nú eða þekkingarskort? Til hvers eru IPA styrkirnir, hvernig geta þeir „styrkt innviði“ Íslands? Mér skilst að þeir séu bara veittir einu sinni og þegar ríki er komið inn í sambandið þá fá þeir ekki IPA styrki. Líklegast eru þá innviðirnir orðnir nægilega sterkir ... Þessu geturðu ekki svarað nema með almennu tali enda veistu ekkert um þá og kemst ekki undan þeirri einföldu staðreynd að þeir eru til að smyrja inngönguna, og það eru mútur, ekkert annað.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.8.2013 kl. 20:48
Til hver eru IPA styrkirnir, þú settir það sjálfur í færsluna þína: IPA-aðstoð er sérstaklega ætlað að styrkja lýðræðislegar stofnanir og réttarríkið, umbæta opinbera stjórnsýslu, stuðla að efnahagslegum breytingum og virðingu fyrir mannréttindum, styðja þróun borgaralegs samfélags, svæðisbundinnar samvinnu, stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr fátækt. Samkvæmt fjölærri rammaáætlun " Í stuttu máli má alvg kalla þetta að styrkja innviði rikja.
Þú veist eins og ég að fullt af verkefnum hér voru í ferli á þessum styrkjum, mikilvæg verkefni sem þessi einstaklega klaufalega ríkisstjórn þarf nú að slá af eða finna fjármagn í annarsstaðar- varla málið enda drýpur hér smjör af hverju strái eða svo var allavega að skilja á forsvarsmönnum núverandi stjórnarflokka fyrir kosningar. - Ekki vandamálið að henda 300 milljörðum í skuldaafskriftir, styrkja auðmenn og kvótakónga um nokkra tugi milljarða og fleiri lúxusgjörninga.
En Sigurður þér gengur illa að svara því hvernig mútur getur átt sér stað fyrir opnum tjöldum og að hægt sé að sækja formlega um mútur!! Þinn málflutningur í þessu máli er nu ekki burðugur Sigurður.
Óskar, 11.8.2013 kl. 23:11
Við þurftum ekkert á þessum styrkjum að halda. Þetta er peningagjafir til að liðka til fyrir jákvæðri umræðu um ESB og fá landsmenn til að samþykkja aðildina. Þetta eru mútur og ef þú vilt, þá fyrir opnum tjöldum, blygðunarlaus tilraun til að hafa áhrifa á almenningsálitið vitandi það að ekki nokkrir aðrir aðilar eru í slíkum álnum að þeir geti andæft gegn þessu. Hvers vegna sér ESB þörf á að „styrkja innviði Íslands“ akkúrat núna? Eir eitthvað í þessum styrkjum sem gerir ríkið betra sem aðildarþjóð að ESB? Nei, auðvitað ekki. Við höfum ekki haft nokkra þörf fyrir þessu hingað til, sérstaklega ekki undir þessum kröfum.
Nú hefur ESB hætt að veita fé hingað. Það er hið besta mál enda sér sambandið enga ástæðu til að bera fé á þjóð sem ekki vill inn í sambandið. Þú ert í miklum minnihluta, Óskar, þjóðin er ekki sammála þér eða þeim sem þú styður.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.8.2013 kl. 00:37
Þú segir að ég sé í miklum minnihluta: Má benda þér á Sigurður að samkvæmt svo til öllum skoðanakönnunum þá vill þjóðin klára viðræðurnar og fá samning til að kjósa um! Þann sjálfsagða rétt ætla núverandi stjórnarflokkar að hafa af þjóðinni.
Óskar, 12.8.2013 kl. 00:54
Hvaða viðræður, hvaða samning? Fyrri ríkisstjórn sótti um án þess að spyrja þjóðina. Veistu nokkuð út á hvað aðlögunarviðræðurnar ganga? Eitt er víst að það er ekki samningur. Ég er búinn að benda þér á heimildir Evrópusambandsins um eðli viðræðnanna og um hvað hver kafli þeirra fjallar um en þú þráast við og kallar þetta samningaviðræður rétt eins og umsóknarþjóð eigi eitthvert val um hvað sé gert. Nei, við þurfum að gangast undir öll lög og regluverk og stjórnsýslu ESB og sýna fram á að við höfum gert það við lok umræðna um hvern kafla. Í lokin eigum við að hafa tekið upp allt það sem ESB krefst. Um sumt kunnum við að fá tímabundnar undanþágur, þvö þrjú eða fimm ár. Þetta áttu að vita Óskar en þú neitar, heldur að við getum orðið meðlimir í ESB án þess að gera það sama og allar aðrar sambandsþjóðir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.8.2013 kl. 07:33
Það er ótrúlegt að lesa þetta. Heldur þú að allar aðrar þjóðir hafi gengi í ESB án þess að semja um aðild? Þetta er svona álíka gáfulegt eins og þvælan um að við missum sjálfstæðið við að ganga í ESB. Eða halda menn þvi kannski fram að Frakkland, Danmörk, Holland, Luxemburg, Svíþjóð, finnland ofl. séu ekki sjálfstæðar þjóðir?
Svo er önnur merkileg staðreynd, i langflestum ESB ríkjum er mikill meirihluti íbúanna sáttur við aðild og vill ekki breyta því. Hversvegna? Getur það verið vegna þess að fólk þar gerir sér grein fyrir því að innan ESB eru einfaldlega betri lífskjör i boði heldur en að standa fyrir utan?
Óskar, 12.8.2013 kl. 11:18
Þú ert skrýtinn kall, Óskar. Þegar það hentar þér þá býrðu bara til mótbárur. Um hvað er samið? Jú, umsóknarþjóð á að sýna fram á hvernig hún tekst á við 35 kafla í viðræðunum, að hún hafi breytt lögum, reglum og stjórnsýslu til fulls samræmis við það sem er hjá ESB. Sömu lög og sömu reglur og sambærileg stjórnsýsla. Hvað er þá eftir um að semja? Jú, tímabundnar undanþágur.
Svaraðu bara þessu: Veistu út á hvað viðræðurnar við ESB hafa gengið eða heldurðu að Ísland hafi í fjögur ár verið að semja?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.8.2013 kl. 11:25
Afhverju á ég að svara þinum spurningum þegar þú svarar ekki einni einustu spurningu sem ég legg fyrir þig? En btw. heldur þú að tugir menn hafi verið að drekka kaffi í Brussel í nokkur ár og bara chilla? Ef þetta væri aðlögun þá þyrfti engar viðræður. Þá væri nóg að henda í okkur leiðbeiningabækling , jafnvel á pdf formi. - það ætti að duga og spara þannig tíma og flugferðir. Þannig er þetta nú ekki og ég hélt að allir vissu það.
Óskar, 12.8.2013 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.