Er hćtt ađ gera greinarmun á Gođalandi og Ţórsmörk?

Foldir

Blađamađur Morgunblađsins fellur í sömu gryfju og svo margir ađrir í hans stétt. Í grein á blađsíđu sextán kemur fram ađ 60 ţúsund manns komi árlega í Ţórsmörk. Svo virđist sem ađ blađamađurinn geri ekki greinarmun á Ţórsmörk og Gođalandi sem í raun er ófyrirgefanlegt.

Ţórsmörk er landiđ norđan Krossár og sunnan Ţröngár. Ekkert annađ. Ţar, í Landadal er Ferđafélagiđ međ ađstöđu og ađrir ađilar sjá um rekstur ferđaţjónustu í Húsadal.

Gođaland er ađ hluta til ţađ land sem er sunnan Krossár. Ţar, í Básum, er Útivist međ ađstöđu.

Mikilvćgt er ađ gera greinarmun á landsvćđum og halda í heiđri örnefni. Sé ţađ ekki gert munu sömu örlög bíđa ţeim eins og tungumáli sem ekki er sinnt, hvoru tveggja hnignar og fellur um síđir í gleymskunnar dá.

Enginn heldur ţví fram ađ Reykjavík og Kópavogur vćri sama sveitarfélagiđ. Verđur einhvern tímann ekki gerđur greinarmunur á Landmannalaugum og Hrafntinnuskeri eđa Heklu og öđrum fjöllum?

Ég hef enga trú á ţví ađ sextíu ţúsund manns komi árlega í Ţórsmörk. Hér er áreiđanlega átt viđ samanlagđan fjöldi ţeirra sem sćkja Ţórsmörk og Bása. Krossá er gríđarlegur farartálmi og ţađ hefur valdiđ ţví ađ á undanförnum tuttugu árum hafa miklu fleiri fariđ í Bása en í Langadal og Húsadal. Ţetta er eđlilegt og sem betur fer reyna fáir sig viđ Krossá. Ţeir sem fara oft á sumri á ţessar slóđir hafa séđ ađ mikill munur er á fjölda t.d. tjalda í Langadal og Básum. Af ţeirri stađreynd má draga einfalda ályktun.

Tilefni greinarinnar í Morgunblađinu er ađ nú eru áttatíu ár frá ţví fyrsta skipulagđa hópferđin var farin á vegum Ferđafélags Íslands inn í Ţórsmörk. Löngu síđar hóf ég ađ ferđast međ Ferđafélaginu og á ţví mikiđ ađ ţakka. Ţar fékk ég ađ hluta ţann brennandi áhuga fyrir ferđalögum og grunn í fjallamennsku sem ég hef lengst af stuđst viđ. Ţar af leiđandi hefur mér alltaf ţótt vćnt um félagiđ ţó ađ ég hafi um tíma unniđ mest međ Útivist, međal annars í fararstjórn. Núorđiđ skipti ég mér ekkert af ţessum félögum, ferđast á eigin vegum.

Myndin er tekin á svokölluđum Foldum sem eru ofan viđ Strákagil og neđan Heiđarhorns og ţarna liggur m.a. um gönguleiđin yfir Fimmvörđuháls. Horft er til norđvesturs. Fyrir ofan ţessa ágćtu menn sjást tvö fjöll. Vinstra megin er Réttarfell á Gođalandi og hćgra megin er Valahnúkur í Ţórsmörk. Á milli eru Krossáraurar og ţar rennur samnefnt fljót og greina má ţađ ef vel er ađ gáđ. Sumir nefna dalinn sem Krossá rennur um einfaldlega Krossárdal en ţađ nafn hefur ekki náđ vinsćldum enda gengur uppgjafartónninn út á ađ kalla ţetta allt Ţórsmörk, ekki ađ fjölga örnefnum. Vonandi er ţó Ţórólfsfell undanskiliđ en ţađ er fjalliđ efst fyrir miđri mynd og er nokkuđ slétt ađ ofan. Reyndar er ţađ handan Markarfjóts og er ekki ţađ sama og Krossá ...


mbl.is Tuttugu ferđir á ári í Ţórsmörk
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Góđ ábending ţótt ég telji ađ seint verđi ţađ svo ađ ferđaseljendur auglýsi ferđir í Gođaland ţegar ferđinni er heitiđ í Bása eins og er um allar dagsferđir og áćtlunarferđir ţangađ. Fyrir ţeim og flestum Íslendingum er allt svćđiđ Ţórsmörk. Blađamanninum er ţví nokkur vorkunn.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 29.7.2013 kl. 10:30

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Bestu ţakkir fyrir innlitiđ, Svanur. Nei, eiginlega finnst mér blađamanninum engin vorkun. Gođaland er ekki Ţórsmörk og má ekki vera ţađ vegna ţess ađ ţá missum viđ sjónar á ţví sem skiptir máli.

Blađamenn bera mikla ábyrgđ og ţađ er ekki ţeirra ađ segja til um hvernig málvenjan ţróast og ţví ber ţeim undantekningalaust ađ fara rétt međ landafrćđina. Rétt eins og tungumáliđ. Hitt eru líka rök, hvernig veit mađur hvort blađamađurinn er ađ tala um Gođaland, Ţórsmörk eđa bćđi svćđin. Í blađagreinni er enginn munur ţar á.

Veistu ađ nýja hrauniđ uppi á Fimmvörđuhálsi var nefnt Gođahraun vegna tengingarinnar viđ Gođaland? Ţađ hefđi veriđ ţokkalegt hefđi ţađ veriđ nefnt Ţórsmerkurhraun ... ;-)

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 29.7.2013 kl. 10:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţetta er sams konar fyrirbćri og ţegar sagt er ađ Hellisheiđi sé á Reykjanesi en 80 kílómetra akstursleiđ er ađ milli ţessara tveggja stađa.

Ađalkrafan, sem gerđ er til fjölmiđlafólks er ađ hafa upplýsingar sem réttastar. Ţađ á ekki virđa neinum fjölmiđlamanni ţađ til vorkunnar ađ hann éti gagnrýnislaust upp misskilning einhverra annarra, - krafan um sem réttastan fréttaflutning í einu og öllu er númer eitt í fjölmiđlun.  

Ómar Ragnarsson, 30.7.2013 kl. 00:19

4 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Örnefni hafa engan sérstakan rétt til lífs, tilgangur ţeirra er ađ auđvelda okkur ađ tala um landslag.

Reykjavík er örnefni sem nćr yfir bćđi víkina og sveitarfélagiđ. Reykjanesiđ er örnefni sem notađ er yfir bćđi nesiđ sjálft og stćrra svćđi sem afmarkast af fjöllum í norđri og hefur oft veriđ kallađ "Landnám Ingólfs".

Ţórsmörk er notađ jöfnum höndum yfir svćđiđ "norđan Krossár og sunnan Ţröngár" sem og svćđi sem nćr yfir dalinn norđan Eyjafjalla ásamt móbergshryggnum norđan Krossár.

Örnefni ţjóna ákveđnum tilgangi og stundum verđa til ný örnefni eđa ţá ađ gömul fá nýtt hlutverk. Ágćtt dćmi er "Kambaskriđur", örnefni sem ekki var til fyrir nokkrum árum. Vegurinn liggur um skriđur upp af Kambanesi, milli Breiđdals og Stöđvarfjarđar, međal annars um Kambanesskriđur sem svo hafa heitiđ frá fornu fari. En skriđurnar eru fleiri og heita fleiri nöfnum. Vegagerđin notađi fyrst "Kambanesskriđur" sem samheiti fyrir allar skriđurnar.

Einhverjum fornhattinum ţótti ţađ ótćkt ađ nota orđiđ "Kambanesskriđur" sem samheiti um veg sem lá í gegnum minnst 4 skriđur sem hann gat nafngreint frá blautu barnsbeini. Núna hefur Vegegerđin breytt nafninu í "Kambaskriđur", ekki veit ég hvort fornhattinum hefur tekist ađ beygja Vegagerđina - en nýja nafniđ er einfaldlega ljótt. Enda er vegurinn hvergi nálćgt Kömbunum á Kambanesi, hann liggur hins vegar um skriđur sem í munni flestra heita Kambanesskriđur.

Ţegar sagt er ađ 60.000 manns hafi fariđ í Ţórsmörk, ţá er veriđ ađ nota örnefniđ í ţeim skilningi sem flestir hafa - menn fara í Ţórsmörk og gista í Langadal, Húsadal eđa Gođalandi. Hvort einhverjir smalamenn hafi áđur notađ eitt nafniđ hér og annađ nafniđ annars stađar skiftir ekki máli, núna eru ţađ ferđamenn sem nota nafniđ og hafa breytt merkingunni svo hún henti betur ţörfum ţeirra.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 30.7.2013 kl. 06:22

5 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Fróđleg umfjöllun um Kambanesskriđur, Brynjólfur. Annars ertu ţarna í ţversögn. Ţórsmörk er notađ af örfáum eins og ţú heldur fram. Ferđafélag Íslands, Útivist og fjöldi fólks skilur muninn á ţessum tveimur örnefnum, Ţórsmörk og Gođaland, rétt eins og margir munu eflaust taka undir međ ţér međ Kambanesskriđur. Hins vegar er ţađ alveg hárrétt hjá ţér ađ örnefni hafa engan sérstakan rétt til lífs. Ţau lifa og deyja međ ţví fólki sem notar ţau. Og hversu mörg hafa ekki horfiđ í gegnum tímann og önnur orđiđ til? Hitt er svo annađ mál ađ örnefni eru menningarverđmćti og hafa auk ţess mikilvćgu hlutverki ađ gegna til ađ skilja stađsetningar, alveg eins og mannanöfn greina á milli fólks. Verra vćri ef ekki vćri hćgt ađ marka ţau. Sama er međ landafrćđina, rétt eins og Ómar segir.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 30.7.2013 kl. 07:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband