Hið þráláta suð í norðureyra

Oft hef ég skrifað heimskulega pistla að þessa bloggsíðu mína. Versti pistillinn og sá bjálfalegasti var án ef sá sem ég ritaði í 3. október í fyrra. Þessi er kemur næstu í þeirri röð.

Pistillinn sá arna fjallaði um þrálátt suður í eyra mér sem kviknar í hvert sinn er ég kom að Borgarstjóraplaninu í Heiðmörk. Þaðan hafði ég stundað hlaup um fjögurra mánaða skeið á þessu fallega stað og aldrei brást þetta suðu. Ef ég ætti að lýsa því þá er þetta svona hamfarasuð sem hefur einstaklega næma og varnfærna tónsveiflu. Um dúrinn veit ég ekkert.

Í pistlinum eru þessi orð, og brýt ég nú það boðorð mitt að vitna aldrei í sjálfan mig:

Í hvert skipti að ég kem að bílastæðinu við fjögurra kílómetra hringinn legg ég bílnum alltaf á sama hátt á Borgarstjóraplaninu svokallaða og geng út. Alltaf er ég opna bílhurðina og stundum áður fæ ég svo ákaflega mikið suð í norðureyrað ... ekki það syðra. Ef ég sný mér, þá verður norðureyrað að suðureyra og suðureyra að norðureyra, vona að lesendur missi ekki athyglina við svona tæknileg flókna frásögn. Þá heldur suðið áfram í suðureyranu en ekkert heyrist í því nyrðra. Hið sama gerist þegar ég legg bílnum við brúna þar sem ég byrja 7,8 km hringinn. Suðið er samt miklu minna í norðureyranu en á Borgarstjóraplaninu og það hverfur síðan er ég byrja hlaupin. Hið merkilegasta við þetta er að er ég kem hlaupandi upp á Borgarstjóraplanið, þar sem ég áður lagði bílnum, byrjar suðið í norðureyranu, en hættir síðan er ég hleyp undan því (held ég).

Í lok október í fyrra hætti ég að hlaupa í Heiðmörk og smám saman dró úr hlaupaáhuganum. Í maí á þessu ári kviknaði hann aftur og ég fór að hlaupa í Heiðmörk, í unaðslegur, röku vorinu. Brá nú svo við að ekkert var suðið fyrr en í júní, þá kviknaði það aftur og er nú með hæsta móti.

Enn veit ég ekkert hvernig stendur á suðinu en í fyrra skrifaði ég þetta í sama pistli:

Og hvað þýðir þetta suð. Ég er alveg pottþéttur á að það á rætur sínar að rekja til innanmeina í jarðskorpunni undir Heiðmörk, hægra hreyfinga á kviku sem bíður þess að skjótast upp þegar aðstæður verða réttar. 

Nú leita ég aftur til lesenda minna vegna þess að hugsanlega ástæðan fyrir þessu suði geti verið stórvægilegri en jarðskorpuhreyfingar.

Alvarlega þenkjandi maður í pottinum í sundlaugunum hefur nefnt við mig að hér geti verið um að ræða pólskipti en þau ku gerast með reglubundnu millibili á henni jörð þó enginn núlifandi hafi verið vitni að þeim.

Greinarleg kona benti á að þetta gæti verið merki um alvarlega atburði í pólitískri sögu landsins.

Sonardóttir mín heldur því hins vegar fram að ég sé skrýtinn. Ég er eiginlega opinn fyrir öllu nema hinu síðastnefnda sem ég vísa staðfastlega á bug, en barnið hlær.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar G. Harðarson

Ég giska á að þetta séu útvarpsbylgjur frá útvarpi Sögu. Það er oft talsvert suð í því.

Einar G. Harðarson, 13.7.2013 kl. 06:46

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrst þarftu auðvitað að finna út hvort suðið kemur innan eða utan frá.  Vel einangraður stálhjálmur á höfuðið, niður fyrir eyrun (þarf þó ekki að hylja andlitið).  Einhver rafeindavirkinn gæti ráðlagt með hönnunina.

Heyrir þú enn suð, þrátt fyrir hjálm, þá er vissara að heimsækja heimilislækninn.  :)

Kolbrún Hilmars, 13.7.2013 kl. 13:53

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú átt við að úrvarpsbylgjur frá útvarpi Sögu skemmi, Einar. Margt til í því.

Kolbrún, ekki vera svona jarðbundinn. Innra suð er ekki eins dramatískt eins og suð sem maður telur sig greina af náttúrulegum aðstæðum, fyrirboði hamfara og svo framvegis.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.7.2013 kl. 13:57

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Innra suð getur bent til þess að eitthvað sé að í innra eyranu - báðum megin. 

En ég bjó einn og hálfan áratug í næsta nágrenni við  stóru raflínurnar til borgarinnar og heyrði suð allan sólarhringinn.  Mest um nætur þegar borgarlífið var fallið í ró en næmir daggestir spurðu oft hvaða "hávaði" þetta væri.  

Kolbrún Hilmars, 13.7.2013 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband