Borinn niður í sjúkrabíl, ekki börum ...

íslenskan er skemmtilegt mál og verður þeim oft að fótakefli sem kunna það ekki til hlítar. Líklega gerir það þeim ekki til sem vita vetur. Unga stúlkan sem er dagskrárgerðarmaður í útvarpinu var spurð um Borgarfjörð eystri. Hún sagðist aldrei hafa stoppað þar, aðeins ekið í gegn ...

Og þetta með Þverfellshorn. Tja ..., venjan er sú að þangað er gengið upp eða niður. Gönguleiðin liggur ekki „um Þverfellshorn“, þó eflaust sé ekki alrangt að taka svo til orða. 

Göngumaðurinn var þannig meiddur að einhverjir þurftu „að bera hann niður í sjúkrabíl“. Enginn benti þeim á að léttara væri að nota börur. Auðvitað er ekki alrangt að segja svona en röðun orða í málsgrein skiptir máli svo enginn misskilningur verði. 

Nú er hins vegar tími afleysingarmanna í fjölmiðlum og enginn sem les yfir. Göngumaður er slasaður í Esju líkt og gestur er slasaður á bar og í hvorugu tilvikinu finnast þeir sem bera ábyrgð. Í seinna tilvikinu gerir lesandinn þó ráð fyrir að einhver hafi slasað gestinn. Enginn er þó barinn niður í sjúkrabíl.

Að lokum vil ég endilega hreyta því út úr mér að mér leiðst ákveðinn greinir á sérnöfnum og ekki síst örnefnum. Móðir kunningja míns fór ávallt í Hagkaupið eða Bónusið og það þótti okkur eiginlega fyndið. Margir ganga (eða labba) á Esjuna, aldrei gengur neinn á Vífilsfellið, hvað þá á Botnsúlurnar eða Hreggnasann. 


mbl.is Göngumaður slasaður í Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband