Magnaðar panoramamyndir frá Íslandi

Fyrir utan það að rembast við að eiga fyrir mat og húsaskjól hefur stór hluti lífs míns farið í ferðalög um landið. Ég á stórt safn ljósmynda og eitt af því ánægjulegasta sem ég geri er að skoða myndir úr ótal gönguferðum mínum hingað og þangað um landið og njóta þeirra. Myndirnar eru vissulega misjafnar að gæðum, sumar afar lélegar, aðrar skárri og nokkrar góðar. Þær eru hins vegar heimild um margt af því sem ég hef farið.

Í dag rakst ég á vefsíðu sem nefnist Air Pano. Þeir sem að henni standa eru rússneskir menn sem hafa áhuga á að bú til panorama ljósmyndir. Þeir hafa birt myndir sem þér tóku á nokkrum stöðum á Íslandi. Í stuttu máli eru þessar myndir aldeilis stórkostlegar. Með því magnaðasta sem ég hef nokkurn tímann séð. Þær fylla manni aðdáun og stolti yfir landinu okkar. Gera okkur öll umhverfissinnað og áhuga á að vernda náttúruna. Hver getur verið á þeirri skoðun að gera Langasjó að miðlunarlóni fyrir vatnsaflsvirkjun eftir að hafa séð myndirnar frá Rússunum.

Við liggur að maður pakki saman eigin myndum og hendi þeim, svo áhagstæður er samanburðurinn. Ég stilli mig samt.

Maður er hreinlega agndofa yfir þessum myndum og þær eru alls ekki teknar við bestu skilyrði, ský, þoka, rigning, sólargeislar. Allt fær að njóta sína.

Ég leyfði mér að taka ófrjálsri hendi myndir úr þessum panaorama hringferðum til að birta hér. Hvet alla til að skoða heimasíðuna. Ef til vill finnst einhverjum angurvær tónlistin sem leikin er á vefnum spilla fyrir, en mér finnst hún í lagi.

Munið að hægt er að stækka myndirnar með því að klikka nokkrum sinnum á þær.

7 Langisjór 

 Langisjór. Horft í suður, Sveinstindur er vinstra megin við miðju efst á myndinni.

5 Vei#2A947A 

Hér erum við stödd austan við Sveinstind og horfum í austur.

2 Mælifell 

Mælifell og Mælifellssandur. Mýrdalsjökull til vinstri, horft í vestur.

3 Öxarárfoss 

Öxarárfoss og Almannagjá. 

4 Torfajökull 

Útsýni til norðvesturs ofan frá Torfajökli. Þarna sér inn í Jökulgil, Hattver, Barm og víðar.

6 Ljótipolliur 

Ljótipollur, skúraleiðingar austan við hann. Til vinstri sér í Blautaver.

1 yfirlit 

Inn á kortið eru þeir staðir merktir sem Rússarnir hafa myndað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband