Umhverfismál að mati fyrrum forstjóra OR

Guðmundur segir að umhverfisumræða á Íslandi sé á villigötum. Umhverfisumræðan eigi að snúast um uppblástur, sorpmál, fráveitu og hvernig bílaflotinn sé samsettur, og það í þessari röð eftir mikilvægi.

Þetta er skilgreining Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, og er líklega tímamótayfirlýsing fyrir þá sem áhuga hafa á umhverfismálum og náttúruvernd. Og hann heldur áfram viðtali í dag á visir.is: 

En að vistvæn orkuframleiðsla, sem aðrar þjóðir öfunda okkur af, sé aðal umhverfismálið á Íslandi er fáránlegt. Í samhengi við umræðu um loftslagsmál í heiminum þá er það ekki gott að koma óorði á jarðvarmavirkjanir, af því mönnum er illa við álver. Jarðhitinn er nú einu sinni ein af fáum raunhæfum lausnum við loftslagsvanda heimsins.

Sem sagt, engu skiptir hvernig orkan er fengin úr jörðu eða hvernig farið er með landið. Er þetta ekki ástæðan fyrir því hvernig ástandið er nú við Kolviðarhól og nágrenni. Þar er hin svokallaða Hellisheiðarvirkjum og út frá henni teygja sig pípur í tugum kílómetra, lýti á landslaginu eins og raunar allt sem tengist virkjuninni.

Þetta má ekki gagnrýna að mati forstjórans sem stóra ábyrgð bar á því að fyrirtæki hvarf frá því að vera þjónustustofnun og tók um hernað gegn landinu, skemmdi orkulindina og ætlar ekki að láta þar við sitja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband