Hryðjurverk Orkuveitunnar gegn landinu

Höfuðborgarbúar og raunar íbúar annarra sveitarfélaga treystu Orkuveitu Reyjavíkur. Með sérfræðiþekkingu fyrirtækisins var ráðist í svokallaða Heillisheiðarvirkjun og hún reist á Kolviðarhóli fyrir neðan Hellisskarð. Leiðslur voru lagðar hingað og þangað um svæðið, borað á ólíklegustu stöðum, jafnvel upp á Stóra-Skarðsmýrarfjalli og ætlunin var að fara inn í Innstadal.

Nú kemur í ljós að öll þekking fyrirtækisins var byggð á misskilningi, þekkingarleysi eða kunnáttuleysi. Ekki virðist vera nægileg orka í jörðinni á þessum slóðum. Þá er gripið til þess ráðs að leggja enn lengri leiðslu og bera þannig í bætiflákann og safna gufu frá Hverahlíð. Skyldi það svæði vera rannsakað á sama hátt og hin?

Lítum síðan á það sem á yfirborðinu stendur. Þar hefur verið farið út í gríðarlegar byggingar sem síst af öllu er hægt að segja að falli í umhverfið. Reist var bygging sem hefði sómt sér vel á hvaða flugvelli sem er enda líkist hún meira flugstöð en stöðvarhúsi fyrir gufuaflsvirkjun.

Landslag á Kolviðarhóli, Hellisskarði, Hellisheiði, Skarðsmýrarfjalli og víðar hefur verið stórskemmt. Allt fyrir þau mistök að halda að í jörðu niðri væri næg orka til óþekktrar framtíðar.

Auðvitað er þetta ekkert annað en skandall og hryðjuverkin Okruveitunnar gegn náttúru landsins eru ófyrirgefanleg. 


mbl.is Útlit fyrir frekari samdrátt á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

"Þá er gripið til þess ráðs að leggja enn lengri leiðslu og bera þannig í bætiflákann og safna gufu frá Hverahlíð. Skyldi það svæði vera rannsakað á sama hátt og hin?"

Draumastjórnin þín er að leggja niður umhverfisráðuneytið. Nei, það verður því ekki rannsakað!

Óskar, 10.6.2013 kl. 15:05

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvaða bull er þetta einlægt í þér, Óskar. Í pistlinum var umhverfisráðuneytið ekki nefnt einu orði, hef raunar aldrei tjáð mig um það ráðuneyti, hvorki á þessum vettvangi né öðrum. Skil ekkert í þér, maður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.6.2013 kl. 15:10

3 Smámynd: Óskar

Ég meina, ætti slík rannsókn sem þú kallar eftir ekki einmitt að fara fram á vegum Umhverfisráðuneytisins ? Ég er bara að benda þér á að ef það ráðuneyti er ekki til staðar þá verður sennilega ekkert af þessari rannsókn. Enda ætlar stóriðjustjórnin ekki að láta einhverja náttúruverndarrugludalla þvælast fyrir sér. Hver spræna og hver reykspúandi hola skal virkjuð hvað sem það kostar.

Óskar, 10.6.2013 kl. 15:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það nýjasta er svo það sem maður heyrir, að það sé náttúruverndarfólki að kenna að þessi virkjun komst í gegn, af því að það hefði verið upptekið við að berjast gegn Kárahnjúkavirkjun.

Sömu menn halda þessu fram sem telja æskilegast að náttúruverndarfólk hafi sem minnst fjárráð og tönnlaðist á því á þessum tíma að náttúruverndarfólk væri öfgafólk, sem væri "á móti öllu."

Óafturkræf umhverfisspjöll á Hellisheiði eru smámunir miðað þau ósköp sem framkvæmd voru með Kárahnjúkavirkjun, sem fékk verðskuldaða falleinkun hjá Skipulagsstofnun.

Þar að auki var öllum aðvörunum sérfræðinga varðandi Hellisheiðarvirkjun haldið leyndum en gumað af "pottþéttu" mati á umhverfisáhrifum þar sem tryggt væri að engin loftmengun yrði, engin vandræði með niðurdælingu, og að orkan væri trygg og mikil næstu 50 ár eins og hjá öörum jarðvarmavirkjunum.

Og ekki bara það. Handan við hornið væri ný djúpborunartækni sem gæti 5-10 faldað orkuna!

Ekkert af þessu hefur ræst, heldur er nú beðið um átta ár til að athuga hvort hægt sé að leysa mengunarvandamálð og nota skammvinna skítareddingu til að ná í gufu yfir heiðina.

Ómar Ragnarsson, 10.6.2013 kl. 21:56

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir þetta, Ómar. Þú hefur margoft haldið því fram að „geymirinn“ undir virkjunni dugi ekki og þú hefur líka nefnt Svartsengi. Maður þarf að fara að taka meira mark á þér, minn kæri.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.6.2013 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband