Hverjum er um að kenna?
7.6.2013 | 08:18
Forseta lýðveldisins, Ólafi Ragnari Grímssyni, varð tíðrætt um Evrópusambandið í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær sem kunnugt er og hafa ekki sízt orð hans um að sambandinu lægi ekki á að ljúka umsóknarferlinu gagnvart Íslandi verið á milli tannanna á einhverjum síðan. Tveir valinkunnir kratar kusu í það minnsta að skilja ummæli forsetans sem svo að Evrópusambandið;vildi ekki Íslendinga í sambandið.
Þetta segir Hjörtur J. Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins í pistli í blaðinu í morgun. Og hann nafngreinir þessa krata sem eru Össur Skarphéðinsson, alþingismaður, og Karl Th. Birgisson, ritstjóri. Hjörtur segir:
Forsetinn gefur síðan skýringu á þessu. Evrópusambandið vildi að hans mati ógjarnan að Íslendingar felldu inngöngu í sambandið í þjóðaratkvæði líkt og Norðmenn hefðu áður gert í tvígang. Það yrði áfall fyrir ráðamenn í Brussel. Karl kom reyndar aðeins inn á þetta og hæddist að þeirri hugmynd að það yrði á einhvern hátt slæmt fyrir Evrópusambandið ef það yrði fyrir höfnun frá stórríkinu Íslandi.
Auðvitað er þetta rétt skýring hjá Hirti. Sem fyrr eru nýbakaðir stjórnarandstæðingar heldur snöggir í árásum sínum sem raunar hlýtur að vera óþægilegt þegar þær enda með því að öll skot geiga.
Ljóst má vera af gangi aðlögunarviðræðnanna að einhverjir hafa dregið lappirnar og fyrst það var ekki síðasta ríkisstjórn þá er bara einn aðili eftir sem kenna má um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.