Tóm vitleysa að sækja ferðamann í Fimmvörðuskála

Suðaustanáttin getur verið ákaflega varasöm á Fimmvörðuhálsi. Oft er hún leiðinleg en stundum getur hún verið afar ströng og erfið.

Göngumaður í Fimmvörðuskála Útivistar er á góðum stað ef hann er heill heilsu er engin ástæða til að sækja hann. Veðrinu mun slota á morgun eða næstu daga. Á meðan getur hann kveikt upp, hitað vatn. Því til viðbótar er sími og talstöð í skálanum. Þarna er líka þurrmatur sem göngufólk hefur skilið eftir og því ætti hann að geta nærst vilji svo óheppilega til að hann sé matarlaus. 

Að mínu mati er tóm vitleysa að senda vélsleðamenn í snælduvitlausu veðri á Mýrdalsjökul til að sækja manninn. Jafnvitlaust er að sækja hann á bíl. Ófært er að Fimmvörðuskála á bílum og líklega er líka ófært að skálanum á vélsleðum. Í báðum tilvikum þurfa björgunarmenn að ganga talsverða leið frá farartækjum sínum. Þessu til viðbótar eru miklir vatnavextir á Hálsinum. Eflaust hefur myndast lítið stöðuvatn norðan við Fimmvörðuhrygg og úr því rennur straumþungur lækur ofan í Kolbeinsskarð. Það er því meira en að segja það að senda björgunarsveit á Hálsinn.

Ferðamaður sem er í góðu húsi og hlýju, með allt til alls, er ekki í neinni hættu staddur. 

 


mbl.is Sækja göngumann á Fimmvörðuháls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála í einu og öllu! Maður skilur ekki ofboðið sem virðist stundum grípa fólk þegar fer ágætlega um það í húsaskjóli með nóg að bíta og brenna. Þetta veður getur ekki varað endalaust frekar en aðrir veðurhvellir sem ganga yfir.

corvus corax, 4.6.2013 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband