Látið verkin tala og hafið hemil á eigin talanda

Nú er ástæða til að óska Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, til hamingju með stjórnarmyndunina. Einnig öðrum ráðherrum flokksins, Hönnu Birnu, Illuga, Kristján og Ragnheiði Elínu.

Þau taka að sér mikil verkefni. Annars vegar afleiðingar hrunsins og hins vegar afleiðingar óstjórnar vinstri stjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins fylgja góðar óskir frá meirihluta þjóðarinnar. Hunsum bölbænir frá illa innrættu fólki.

Fylgst verður með hverju skrefi í stjórnsýslu nýrrar ríkisstjórnar. Vonandi tekst henni að stýra landinu og tryggja hag almennings. Við eigum að gagnrýna ríkisstjórnina málefnalega og það mun ég gera og hæla henni fyrir það sem hún mun standa sig í.

Ég hef haldið því fram hingað til að þrjú meginviðfangsefni ríkisstjórnarinnar séu þau að lagfæra skuldastöðu heimilanna, útrýma atvinnuleysi og stuðla að aukinni fjárfestingu hér á landi. Allt annað er aukaatriði. Ekkert gerist nema við aukum tekjur þjóðarinnar, þá verður meira til skiptanna.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna klúðruðu tækifæri til uppbyggingar. Hún hélt að ríkisstjórn mætti gera allt en komst að þeirri stórmerkilegu staðreynd að ríkisstjórn á ekki að reyna að stýra landinu gegn vilja almennings.

Fengi ég að ráða ríkisstjórninni heilt, væri það eftirfarandi: Látið verkin tala og hafið hemil á eigin talanda. 


mbl.is Hanna Birna innanríkisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fylgstu með Hönnu Birnu.

Hún verður með neytendamálin, og sýslumennina á sínum snærum.

Fylgstu með Ragnheiði, hún verður með bankana á sinni könnu.

Bjarni verður ekki með bankana, bara krónuna og seðlabankann. Reyndar heyrir bankasýslan undir hann en hún er bara eignarhaldsfélag.

Fylgstu líka með Eygló, hún fær félagsmálaráðuneyti sem Umboðsmaður skuldara og Íbúðalánasjóður munu líklega heyra undir.

Spennandi tímar framundan.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2013 kl. 22:02

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Við munum fylgja vel með, Guðmundur. Höldum góðu fólki við efnið. Ég trúi því að vilji menn gera vel þá tekst það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 22.5.2013 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband