Ţarf ekki ađ skipta um seđlabankastjóra?
12.5.2013 | 10:57
Núverndi seđlabankastjóri, Már Guđmundsson, var settur í embćttiđ á pólitískum forsendum og virđist hafa gengiđ samhliđa ríkisstjórninni sem nú hefur fengiđ reisupassann í eftirminnilegum ţingkosningum.
Seđlabankastjórinn hefur stutt ríkisstjórnina í óhćfuverkum sínum. Hann hélt ţví fram ađ nota ćtti skattpeninga ríkisins til ađ greiđa Icesave-skuldina. Vonandi man fólk eftir ţví ađ hún hafđi orđiđ til vegna starfsemi gamla Landsbankans sem var í einkaeigu. Mađurinn taldi ţá lítiđ tiltökumál fyrir ţjóđina ađ greiđa kröfur Breta og Hollendinga.
Sigurđur Már Jónsson, blađamađur, segir á mbl.is:
Af hverju skyldi ţessi afneitun hafa veriđ. Gćti ţađ haft eitthvađ međ ţjónkun Seđlabankans viđ fráfarandi ríkisstjórn ađ gera? Skođum ađrar álitsgerđir Seđlabankans, ţar sem kvađ viđ annan tón en í nýjustu stöđugleikaskýrslu (sem ćtti auđvitađ ađ heita óstöđugleikaskýrsla!). 15. júní 2009, ríflega mánuđi eftir ađ Svavars-samningurinn vegna Icesave-málsins var undirritađur, skilađi Seđlabankinn inn álitsgerđ ţar sem sagđi:
Ljóst er ađ hagstjórnarákvarđanir nćstu ára munu ákvarđa í hvađa mćli Icesave-skuldbindingarnar verđa byrđi á komandi kynslóđum. Ef áhersla verđur lögđ á hagvöxt ţurfa efnahagsleg áföll ađ dynja yfir til ađ Icesave-skuldbindingar einar og sér leiđi til ţess ađ ríkissjóđur geti ekki stađiđ viđ erlendar skuldbindingar sínar.
Sigurđur bendir jafnframt á ađ í dag sé Seđlabankinn ađ vara viđ slöku greiđsluhćfi ríkissjóđs. Ţá veltir mađur ósjálfrátt fyrir sér hvernig bankinn gat fullyrt á sínum tíma ađ ríkissjóđur gćti stađiđ undir Icesave til viđbótar viđ ađ fjármagna ţann vanda sem hann varar nú viđ og segir:
Í sem stystu máli felst vandinn í ţví ađ miđađ viđ óbreytt gengi nćgir fyrirsjáanlegur undirliggjandi viđskiptaafgangur nćstu ára ekki til ađ fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána. Ţví mun íslenska ţjóđarbúiđ ekki skapa nćgan gjaldeyri ađ óbreyttu gengi krónunnar til ađ losa út krónueignir búa gömlu bankanna til erlendra kröfuhafa og ţađ jafnvel ţótt ţćr yrđu verđlagđar mjög lágt í erlendum gjaldmiđlum.
Leikmađur sem skođar ţetta sér ađ hér ganga orđin ţvert á ţađ sem áđur hafđi veriđ sagt.
Munum líka ađ ţađ var Seđlabankinn sem átti ţátt í ađ gera Árna Páls-lögin sem sett voru til ađ bregđast viđ dómi Hćstaréttar um gengistryggđ lán sem reyndust ólögleg. Ţá fannst ríkisstjórninni og Seđlabankanum alveg ófćrt ađ fjármögnunarfyrirtćkin fengu ekkert fyrir afnám gengistryggingarinnar og setti afturvirk ákvćđi í lög um vexti í stađinn. Auđvitađ kom annar Hćstaréttardómur sem sagđi afturvirknina ólöglega.
Af ţessu má sjá ađ Seđlabankinn undir stjórn Más Guđmundssonar er ekki sjálfstćđ stofnun heldur hefur hún unniđ náiđ međ fráfarandi ríkisstjórn í óhćfuverkum hennar. Már hefđi hćglega getađ spyrnt viđ fótum og sagt ađ hann taki ekki viđ fyrirskipunum úr stjórnarráđinu. Ţađ gerđi hann ekki. Ţví er ástćđa til ađ íhuga hvort ekki eigi ađ skipta um seđlabankastjóra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Seđlabankastjórinn á ađ mínu mati ekki ađ vera pólitískt valinn heldur ráđinn á faglegum forsendum.Ef á ađ skipta út bankastjóranum sem ég ćtla ađ láta ósagt um hvort ţurfi á ađ sjálfsögđu ekki ađ ráđa einhvern pólítískt tengdan eins og ţegar Davíđ Oddsson var skipađur,heldur alvöru fagmann sem á ađ starfa sjálfstćtt .
Jósef Smári Ásmundsson, 12.5.2013 kl. 12:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.