Ótrúlegur málflutningur burtrekins innanríkisráðherra

Ögmundur Jónasson, fráfarandi innanríkisráðherra, talar mikið og lendir í flækju með eigin hugsanir. Hann seigr á heimasíðu sinni um úrslit þingkosninganna: 

Fólk hreifst af kosningaloforðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Þetta er mikill misskilningur hjá ráðherranum. Fólk „hreifst“ ekki af kosningaloforðum þessara flokka. Almennt séð þá voru engar lausnir fyrir skuldsett heimili og það kaus vonina. Jóhanna og Steingrímur höfðu fyrir hönd Ögmundar og fylgdarliðs þeirra drepið alla von. Ríkisstjórnin burtrekna hafði ekkert gert fyrir heimilin nema svikið vonir.

Svo ávarpar Ögmundur Kristján Þór Júlíusson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sem gerir sér grein fyrir því, rétt eins og aðrir, hvers vegna vinstri flokkarnir töpuðu fylgi. Og Ögmundur segir:

Ekki flýja loforð ykkar Kristján Þór! Ekki byrja strax að undirbúa svikin. Þið voru kosin vegna hinna miklu loforða sem þið gáfuð kjósendum.

Tvennt er við þennan málflutning hins málga fráfarandi ráðherra að athuga: Í fyrra lagi að ætla öðrum að svíkja loforð sín. Það er ekki góður málflutningur og síst af öllu málefnalegur. Í öðru lagi ætti Ögmundur ekki að kasta steinum úr glerhúsi.

Það er engin hætta á því að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp þá stefnu vinstri manna að svíkja loforð sín og fullyrða að því loknu að ekkert sé að. Öll loforð hafi verið uppfyllt. Málflutningur Ögmundar er ótrúlegur og að sama skapi ótrúverðugur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk þetta var ágæt Sigurður.  Þessi maður heldur að hann geti látið sem hann sé betri en Steingrímur hin fláráði,  en Ögmundur samþykkti allt svika brallið og fór aldrei.  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.5.2013 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband