Valhoppar og híar og skrækir eins og kölski í leikritinu

devil-clip-artFlestir muna eftir leikritinu Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson. Sá það afar ungur að aldri og enn er mér minnisstæð túlkun Lárusar Pálssonar á kölska sjálfum. Auðvitað var ég, barnið, skelfingu lostinn að sjá skrattann sjálfan spígspora á leiksviðinu. Svo vel tókst Lárusi upp.

Og kölski freistaði Jóns sem kellingin ætlaði með góðu eða illu að koma í himnaríkisvistina. Kallinn var þó hin mesta plága, syndum spilltur og hafði notið lífsins svo að hann sá ekki eftir neinni synd, taldi þær allar hinar mestu dyggðir.

Undanfarið hefur Björn Valur Gíslason, fyrrum alþingismaður, spígsporað um stjórnmálasviðið rétt eins og kölski sjálfur í leikritinu. Báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera rauðir og ekkert sérstaklega hlyntir sannleikanum. En hvað er svosem sannleikur?

Björn Valur telur sig geta freistað handhafa ríkisstjórnarmyndunarvaldsins með alls kyns kostaboðum og agnúast út í allt og alla og gerir sínar hosur rauðari en efni standa til. Hann valhoppar og híar og skrækir og nær aldrei að fela innræti sitt frekar en sá vondi sjálfur. Þess vegna var hann ekki endurráðinn sem alþingismaður.

Bjorn valur

Svo minnist maður annars leikrits og það er Karíus og Bakktus eftir Thorbjörn Egner. Og þeir kumpánar, svo litlir en skemmandi sem þeir eru, hrópa úr munni litla drengsins: „Jens, ekki gera eins og mamma þín segir!“

Björn Valur hrópar: Sigmundur, ekki gera það sem þjóðin þín segir! 

Já, þeir eru margir vondu kallarnir á leiksviðum tilverunnar, sumir rauðir, aðrir ... eitthvað annað. Sammerkt eiga þeir að reyna að snúa öllu við, kalla svart hvítt, hvítt svart. En það gerir leikritið eiginlega svo skemmtilegt að maður veit ekkert hvað gerist í næstu senu.


mbl.is Björn Valur biðlar til Sigmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Skil engan veginn, hvers vegna fólk og þaðan af síður fjölmiðlar, hlusta á svona pólitísk skítseyði, eða eyða svo miklu sem einni sekúndu í að eltast við hvað fyrirbærið segir eða gerir.....

Fjölmiðlar hérlendis eru greinilega illa staddir í fréttagubbi sínu, ef þeir telja sig þurfa að eltast við orðhengilshátt og dusilmannslegar yfirlýsingar fallinna foringja og foringjasleykja hinnar tæru norrænu velferðarstjórnar, sem lofaði skjaldborg um heimilin í landinu.

Björn Valur er holdgerfingur ömurlegrar pólitíkur og verður aldrei tekinn öðruvísi hér eftir, sem betur fer. Fer ekki frekar betur að setja FERDINAND í stað svona frétta? Sennilega ekki. Bullið kemur upp um þetta fólk og sú staðreynd að aldrei vakti annað fyirir þeim en völd, étur þau nú út á gaddinn og gerir þau nú "personas non gradas"

Er annars hægt að panta netútgáfu af Mogganum, án Björns Vals?

Halldór Egill Guðnason, 3.5.2013 kl. 01:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

„Er annars hægt að panta netútgáfu af Mogganum, án Björns Vals?“

Góð spurning.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.5.2013 kl. 07:30

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Segðu frekar að setja kústskaft í staðin fyrir Björn Val.

Það hefði verið gott "upgrade" (með eða án kústsins)

Birgir Örn Guðjónsson, 3.5.2013 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband