Fyrir fólkið í landinu - að undanskyldum meirihlutanum
27.4.2013 | 11:47
Góðan daginn, ég heiti Lárus og bý í Langadal. Gæti ég fengið akstur á kjörstað.
Já, alveg sjálfsagt. Næsta kosningamiðstöð Vinstri grænna er á Ísafirði eða Akureyri. Bíllinn kemur til þín rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld.
Ég veit að maður á ekki að gera grín að minnimáttar og þeim sem höllum fæti standa í þjóðfélaginu og eiga erfitt uppdráttar. Vinstri grænir falla undir allar þessar skilgreiningar og þeir birta þessa auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Þess vegna get ég bara ekki stillt mig.
Sagt var að það væri stór nafn Hákot. Það er einnig mikið í ráðist að bjóða fram þjónustu sem svo er aðeins bundin við afmarkaða staði.
Þetta er ábyggilega lélegasta auglýsing og ennfremur sú gagnslausasta sem birst hefur í kosningabaráttunni og hafa þær margar verið lélegar.
Formaður flokksins sendur keik eins og gluggaþvottamaður og textabox klippir hana í sundur í miðju auk þess sem annað box tekur af henni fæturna.
Þjónustan er alls ekki til fyrirmyndar. Ekkert kosningakaffi eða akstur á kjörstað á fjölmörgum stöðum sem bendir einungis til þess að flokkurinn er í sárum og fær varla mannskap né aðstöðu til að sinna kjósendum sínum.
Og undir þessu öllu stendur slagorðið: Fyrir fólkið í landinu. Og þá glotti ég út í annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.