Píratar hrapa að ályktunum

Píratar hafa sett upp vef sem þeir nefna Alþingisrýni. Hann er skemmtilegur og gagnlegur en er þó samt ekki nægilega vel gerður. Vefurinn orkar afar mikið tvímælis.

Hann getur til dæmis um mætingar alþingismanna á þingfundi, þátttöku í atkvæðagreiðslum og fleira. En hvaða máli skiptir mæting á þingfund ef þingmaður hefur mætt vel á nefndarfundi og látið þar til sín taka? 

Hann getur hins vegar ekkert um þau þingmál sem þingmenn hafa staðið að, einir eða með öðrum. Hvaða á ég að lesa úr umfjöllun um Guðmund Steingrímsson, alþingismann, þegar hann fær 5,4 í mætingu, kaus já 514 sinnum, nei 18 sinnum og sat hjá 61 sinni. Hins vegar gæti hann þess vegna hafa verið hálfsofandi í vinnunni ef ekkert er getið um þingmálin sem hann hefur staðið fyrir eða hvernig hann hefur unnið í þingnefndum. 

Hvaða álit á ég að hafa á svokölluðum uppreisnum. Þingmaður sem leggur fram mörg frumvörp og ályktanir, vinnur þeim brautargengi hlýtur að kjósa með þeim. Er hann þá „uppreisnarmaður“ samkvæmd álitið Pírata eða er hann einfaldlega „hlýðinn“. Getur formaður flokks eða þingflokksformaður verið uppreisnarmaður? Ekki samkvæmt efni máls. Svona flokkun gengur bara alls ekki.

Sá er flottastur sem sem segir oftast nei, mætir vel (skiptir engu þó hann mæti ekki á þingnefndafundi), situr aldrei hjá, leggur ekkert frumvarp fram.

Alþingisrýnirinn prýðileg heimild og gott að nýta sér hana. Það er vara ekki nóg því píratar kunna varla að draga skynsamlegar ályktanir. Þeir eru svona fyrirsagnahausar, lið sem kafar ekkert ofan í málin heldur gára á yfirborðinu. Klístra merkimiðum á fólk án tillits til aðstæðna.

Það hefur hingað til ekki þótt góð lenska að hrapa að ályktunum. Enskir orða það svona: „Don't jump to a conclusion“. Þetta er einkenni pírata.


mbl.is Árni Johnsen mætti verst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

Það að hrapa ekki að ályktunum sé álitin góð lenska gengur báðar leiðir.

Það stendur með skýrum stöfum fyrir ofan þessa lista, nákvæmlega þessir punktar sem þú ert að halda því fram að vanti.

Hjá "skrópurunum" stendur þetta:

"Þetta eru þeir þingmenn sem oftast voru fjarverandi þegar greidd voru atkvæði. Athugið að þingmenn neyðast stundum til að velja milli nefndarstarfa eða alþjóðastarfs, og setu í þingsal. Vegna fjárskorts fá þeir ekki alltaf að kalla til varamenn."

Hjá "uppreisnarseggjunum" þetta hér:

"Uppreisnarseggirnir greiddu oft atkvæði öðruvísi en flokksbræður þeirra og -systur. Það fer eftir vinnulagi hvers flokks hvort það telst vera gott eða slæmt."

Og fyrir neðan alla listanna kemur skýrt fram að gögnin geta innihaldið mistök sem urðu við gagnasöfnun og úrvinnslu, þar sem rýnir er ný og enn í hönnun.

Með því að halda því fram að þessir fyrirvarar séu ekki til staðar ertu að gerast sekur um nákvæmlega sama glæp og þú ert reyna að klína á Pírataflokkinn.

"Don't jump to a conclusion" eins og Englendingarnir segja víst.

Einar Örn Gissurarson, 26.4.2013 kl. 05:02

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gagnrýni mín er ekki að þetta vanti, Einar Örn. Ég tel þetta gera nafngiftirnar ómarktækar og raunar furðulegt að samt sem áður skuli hrapað að þessum ályktunum og það sem verra er að þær skuli birtar eins og þær séu hið eina rétta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.4.2013 kl. 07:44

3 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Enn frekar má benda á að það er beinlínis skyldumæting á þingfundi.

Þórgnýr Thoroddsen, 26.4.2013 kl. 08:43

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, það er skyldumæting á öll þau störf sem unnin eru á Alþingi, annað væri óeðlilegt. Það er nú samt ekki aðalatriðið í þessu samhengi heldur það að með ágætum vef sínum eru píratar heldur gefnir fyrir fyrirsagnir en innihald. Þessi uppnefni eins og skróparar, uppreisnaseggir og fleira á ekki við rök að stykjast eins og ég benti á í pistlinum. Út á það gengur málið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 26.4.2013 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband