Bullið í umhverfisráðherra VG um ESB

Flestir leggja meir upp úr því hvað sagt er en hverjir tala. Mér finnst svo óskaplega mikilvægt að frambjóðendur til Alþingis tali skýrt og séu ekki með neinn undanslátt. Þá er auðvitað allt í lagi að ráðast að frambjóðandanum og knýja svara.

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið óþreytandi andstæðingur ESB aðilar og á mikinn þátt í því að vekja Vinstri græna til umhugsunar um þá vegferð sem ráðherrar flokksins hafa verið á undanfarin ár. Og það þvert gegn stefnu flokksins.

Hjörleifur nefnir í grein í Morgunblaðinu í dag frammistöðu Svandísar Svavarsdóttir, fráfarandi þingmanns og ráðherra VG í sjónvarpsþætti um daginn. Ég horfði á þáttinn og var hreint forviða þegar Svandís tók til máls. Hún sagði um ESB stefnu flokksins síns samkvæmt því sem fram kemur í grein Hjörleifs:

Vegna þess að við teljum að spurningin [um aðild] sé það krefjandi og mikilvæg að það sé ekki stjórnmálamanna að rífa þetta ferli úr sambandi. Það sé mikilvægt fyrir almenning í landinu og fyrir lýðræðið í landinu og umræðuna í landinu að klára þetta með lýðræðislegum hætti. Við teljum þetta það mikilvægt að þetta verði ekki leitt til lykta í einhverjum stjórnarmyndunarviðræðum og einhverjum lokuðum bakherbergjum heldur þurfi almenningur að fá botn í málið og fá að taka lýðræðislega afstöðu.

Þetta er nú meira hjalið og bulli. Stendur ekki steinn yfir steini. Hraðmælt bunar hún þessu út úr sér án nokkurrar hugsunar. Eða eins og var sagt um annan mann: Hann sagði það bara svo fallega.

Staðreyndin er einfaldlega þessi: VG klúðraði málum, geta ekki varið það nema með eigin græðgi í ráðherrastóla. Og nú stórtapar þessi flokkur á gerðum sínum.

Það er gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband