Aungvir samningar, kæri Erlendur Geirdal, ekki einn einasti

ESBNei, kæri Erlendur, það geturðu ekki fengið.

Ástæðan er einföld. Evrópusambandið gefur ekki nýjum aðildarríkjum kost á að breyta stjórnarskrá þess, Lissabon sáttmálanum.

Verklagsreglur ESB eru þær að ekki er boðið upp á samningaviðræður heldur aðlögunarviðræður. Þar af leiðandi verður enginn samningur.

Þess í stað er farið yfir 35 mismunandi kafla í viðræðum. Þeir eru nokkurs konar krossapróf fyrir Ísland og ætlað að kanna hvort stjórnsýsla landsins, lög og reglur séu eins og í Evrópusambandinu.

Ef svo er ekki hefur Ísland möguleika á að bæta úr. Vilji Ísland ekki bæta úr fær það ekki inngöngu. Þetta er svo einfalt og allt kemur þetta fram í reglum sambandsins um inngöngu.

Nú, ef samninganefndin fer að væla og segir að Ísland geti hreinlega ekki undirgengist einhverjar skipanir frá ESB þá eru hugsanlega gerðir einhverjir samningar til að auðvelda inngönguna, en þeir eru eingöngu tímabundnir. 

Þar af leiðandi, kæri Erlendur Geirdal, tæknifræðingur við fiskirannsóknir, Íslendingar geta ekki fengið hagstæðan samning um sjávarútvegsmál. Hvorki hagstæðan né óhagstæðan. Okkur stendur enginn samningur til boða

Ég vona að þetta svari spurningu þinni og þú kjósir ekki flokka sem vilja afhenda fiskimiðin evrópusambandinu. Við eigum eiginlega nógu erfitt með stjórnmálaflokka hérna innanlands sem reynt hefur að eyðileggja sjávarútveginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband