Á að kenna fjölmiðli um eða kjósendum?
16.4.2013 | 15:21
Í sjálfu sér er ekkert að því að kanna hug kjósenda, jafnvel afstöðu þeirra til einstakra frambjóðenda eða forystumanna stjórnmálaflokka. Viðskiptablaðið má eins og aðrir fjölmiðlar gera það sem því sýnist. Vandinn lýtur hins vegar að því að með skoðanakönnuninni var ágreiningur innan Sjálfstæðisflokksins opinberaður. Svo stuttu fyrir kosningar getur það verið illt en út frá sjónarhorni fjölmiðilsins er aðeins verið að segja frá staðreyndum.
Nokkur óánægja hefur verið með Bjarna Benediktsson, formann flokksins. Fólk nákomið mér hefur sum hvert haft það á orði. Ég hef hins vegar sagt að breytingar á forystu flokksins eigi ekki að gera nema á landsfundum. Fyrir þessi orð mín hef ég þurft að heyra ýmislegt eins og að fólk muni ekki kjósa flokkinn með óbreyttri forystu.
Þetta breyttist svo allt eftir sjónvarpsþáttinn Forystusætið í Ríkissjónvarpinu. Fólk sem áður taldi formanninn vart á vetur setjandi, eins og sagt er, virðist hafa núið við blaðinu. Bjarni sýndi á sér aðra hlið sem fólk kunni vel við. Hann var einlægari og yfirvegaðri en hann hefur oftast verið áður og það kann fólk vel að meta í fari stjórnmálamanns. Þeir sem ég nefndi hér áðan og sagði nákomið mér segist nú flest allt ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Það gleður mig.
Hitt er tóm vitleysa að berja á fjölmiðli fyrir að miðla skilaboðum frá kjósendum. Miklu nær væri að berja á kjósendum fyrir að hafa óþekkilegar skoðanir. Það tíðkast þó ekki.
Ritstjóri Viðskiptablaðsins: Eðlilegt að kanna hug kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrst og fremst á að kenna fjölmiðlum um alla ritskoðunina, svikalygina og vanræksluna upp í gegnum áratugina, á kostnað blekkta þjóðfélagsþegna á Íslandi!
Sannleikurinn er sagna bestur.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.4.2013 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.