Hættum í Schengen og tökum upp landamæraeftirlit

Landamæragæslan kemur þessu ekkert við. Það stendur ekki „bankaræningi“ í vegabréfi nokkurs manns og það er enginn sem segir við landamærastöð að hann sé kominn til landsins í þeim tilgangi að fremja glæp.

Þetta segir norski utanríkisráðherrann, Espen Barth Eide og eru orð hans dæmigerður fyrir hrokafullan embættismann sem reynir að verja ómögulegan málstað. Norski miðflokkurinn leggur til að Noregur hætti í Schengen samstarfinu þar sem aðildin hafi aukið glæpatíðni.

Utanríkisráðherrann segir samkvæmt frétt Morgunblaðsins:

... að færi svo, að Noregur segði sig frá Schengen-samstarfinu, þá hefði landið ekki lengur aðgang að sameiginlegu upplýsingakerfi svæðisins, sem m.a. er notað til að lýsa eftir glæpamönnum. Þá hefðu norsk yfirvöld heldur ekki upplýsingar um hvort fólk hefði brotið lög í öðrum Schengen-löndum eða hvort þeim hefði verið vísað frá þeim.

Hér er komin vítahringur ef marka má utanríkisráðherrann. Glæpalýður sem á annað borð er innan Evrópu fær að athafna sig að vild á milli landa vegna þess að ekkert er landamæraeftirlitið. Vilji eitthvert ríki hætta í Schengen samstarfinu fær það ekki aðgang að sameiginlegu upplýsingakerfi Evrópulanda um glæpamenn.

Hvorug staðan er ásættanleg. Með því að taka upp landamæraeftirlit og jafnframt að aðgangur sé að hinu sameiginlega upplýsingakerfi er hægt að taka á vandamálinu.

Allur almenningur þarf þá að framvísa persónuskilríkjum en slíkt eru smámunir miðað við vaxandi glæpi óþjóðalýðs sem veður upp í öllum löndum Evrópu og ekki síður hér á Íslandi. Hvernig eigum við Íslendingar að stemma stigu til dæmis við „vertíðafólki“ sem sent er hingað til lands í þeim tilgangi einum að ræna og rupla í nokkra daga og hverfa síðan úr landi?

Við gerum það með landamæraeftirliti eða hættum í Schengen. Það er hins vegar síst af öllu Evrópuríkjum í hag að loka sameiginleg upplýsingakerfi fyrir þeim þjóðum sem ekki eru í Schengen. Þvílíkt bull að gera það en dómgreindarleysi norska utanríkisráðherrans er slíkt að hann sér ekki hverngi löggæslustofnanir Evrópu geti unnið saman án Schengen. 


mbl.is Miðflokkurinn vill Noreg úr Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Bretar og Írar eru ekki í Schengen vegna þess að þeir telja það betra og öruggara, sérstaklega þar sem þetta eru eylönd eins og Ísland. 

Sjálfsagt eru þeir með tengingu við gagnabanka með upplýsingum um glæpamenn. Það ætti ekki að þurfa að vefajst fyrir mönnum.

Það er ekkert meiri fyrirhöfn að ferðast til þessara landa en þeirra sem tilheyra Schengen svæðinu.

Landamæraeftirlit strax!

 Sjá hér og hér.

Ágúst H Bjarnason, 10.4.2013 kl. 12:02

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

"Það stendur ekki bankaræningi í vegabréfi nokkurs manns" þar hefur Barth Eide allavega rétt fyrir sér, hvað svo sem "ráðgjafinn" Sigurður Sigurðsson meinar um dómgreind norska utanríkisráðherrans, sem einnig er fyrrverandi varnarmálaráðherra Noregs...

Það er talað um "hroka" hérna líka  já, jú ég sé hroka hér i pistli SS, þennan gamla góða íslenska, "ég veit betur" en fólk i ábyrgðarstöðu hjá milljónaþjóð...

Sannleikurinn er þó, sá að líklega væri alveg hugsanlegt að taka upp stranga landamæragæslu á eyríkinu Íslandi, ekki svo margir staðir þar sem útlendingar (þessi líka óþjóðalýður) kemur inn í landið, en vil svo benda bæði SS og öðrum á taka venjulegan Atlas og skoða  hvernig hnattstaða Noregs, eða bara Skandinavíu er i hlutfalli við Evrópu annars, þá sér maður hversu samstarf við lögreguyfirvöld í ALLRI Evrópu eru langt mikilvægari en einhver sýndarmennska í vonlausu landamæraeftirliti, rétt að merkja sér það, áður en vaðið er af stað með svona fullyrðingar.

Miðflokkurinn veit þetta fullvel líka, en það eru kosningar í haust, þá eru ódýru klisjurnar alltaf teknar fram, að Verkamannaflokks fulltrúinn og utanríkisráðherrann Barth Eide, brást eitthvað hrokafullt við þessu, verður líka með réttu að færast á þessar sömu kosningar, frekar en slæma dómgreind.

En við höfum nú alltaf verið mestir og bestir í öllu íslendingar, og ekki verið sparir á ráðin til annarra þjóða, en he´r er skotið yfir markið svo boltinn finnst aldrei aftur

Kristján Hilmarsson, 10.4.2013 kl. 12:55

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kristján, ég þekki þig ekkert, en vil bara benda þér á að athugasemd þín verður ekkert skarpari þó reynir að gera lítið úr mér. Þetta eru svona dæmigerð leiðindi sem varpa rýrð á annars ágætar athugasemdir og hafa ekkert að gera með málefnalega rökræðu nema síður sé.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.4.2013 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband