Markviss áróður fyrir skattheimtu á ferðamenn
9.4.2013 | 09:03
Markvisst er nú rekinn áróður fyrir gjaldtöku á svokölluðum ferðamannastöðum. Látið er líta svo út að viljinn til að lagfæra staðina sé mikill en fjármagnið ekkert. Þetta er auðvitað rangt og raunar svo í mörgum tilvikum að enginn áhugi hefur verið fyrir framkvæmdum en gríðarlegur áhugi fyrir hugsanlegum aurum.
Ég vara algjörlega við gjaldtöku á ferðamannastöðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að ríkissjóður og fjölmörg sveitarfélög hafa gríðarlega tekjur, beinar og óbeinar af ferðamönnum. Aðeins örlítið brot af þessum tekjum eru notaðar til framkvæmda, eins og að verjast átroðningi ferðamanna.
Ríkissjóði og sjóðum sveitarfélaga geta hæglega staðið undir fyrirbyggjandi framkvæmdum við ferðamannastaði ef áhugi er fyrir hendi.
Hins vegar er fjármagn ekki nema hluti af því sem vantar. Oftast er faglegur skilningur margra er enginn nema þegar kemur að því að rukka aðgangseyri. Þá allt í einu ljóma andlit. Alls kyns skipulags- og landfræðingar halda að með gjaldtöku eða skattheimtu í gengnum ferðamannapassa verði allt svo ósköp einfalt. Þetta er mikill misskilningur.
Gjaldtaka skapar ekkert nema óróa, skipulagsleysi, þröskulda og leiðindi fyrir ferðamenn. Fyrir utan það sem í augum uppi liggur að ekki á að taka gjald nema þjónusta komi á móti. Þó svo að allt sé hellulagt við geysi, pallar og fínerí við Goðafoss þá réttlætir það ekki gjaldtöku.
Hægt er að rukka fyrir aðgang að salernum, afnot af húsi til að neyta nestis en það er ekki hægt að rukka ferðamann fyrir að virða útsýnið fyrir sér. Slíkt glápgjald er siðferðilega rangt.
![]() |
Umhverfi Goðafoss ber merki eftir átroðning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.