Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnu, aðeins vindhanar snúast

Sagt var um ónefndan rauðskeggjaðan ráðherra sem enn situr í ríkisstjórn að hann breytti um skoðun eftir því sem vindurinn blæs. Slíkt þykir ekki til marks um mikla visku að hlaupa eftir almenningsálitinu hverju sinni. Það er eins og vindurinn, getur breyst fyrr en varir. Og hvað er svo sem almenningsálit og hvernig er það mælt?

Sá stjórnmálaflokkur sem markar sér stefnu og stendur við hana er meiri og betri en sá sem hleypur til og breytir um skoðun um leið og hann er gagnrýndur.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðna stefnu í öllum þjóðfélagsmálum. Þessi stefna er mörkuð af miklu fleira fólki en kemur samanlagt að stefnumörkun annarra stjórnmálaflokka. Þetta er hinn lýðræðislegi grunnur sem flokkurinn byggir á. Hann er fjöldahreyfing, engum háð.

Margir hafa reynt að klína því á Sjálfstæðisflokkinn að hann gangi erinda hagsmunasamtaka eins og atvinnurekenda, útvegsmanna, bænda, neytenda, fjármagnseigenda og hvað eina annað. Þetta gengur ekki upp. Stefna flokksins er ekki mótuð af þeim sem tilheyra áðurnefndum hópum eða öðrum. Að minnsta kosti hefur enginn sem tilheyrir svokölluðum hagsmunaaðilum beðið mig um að kjósa eftir óskum eða kröfum þeirra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ég veit ekki til þess að nokkur einasti þeirra sem ég þekki hafi fengið slíka kröfu.

Hitt er svo allt annað mál að ég hef margoft rætt við hagsmunaaðila, t.d. náttúruverndarfólk, fólk sem á í vandamálum vegna skulda á íbúðum sínum, atvinnulausa, sjúka og aðra sem hafa beðið mig um að gæta hagsmuna sinna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Stefna stjórnmálaflokks er sú sem hann leggur fram og stendur við. Þetta veit Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og ég virði hann fyrir þessa skoðun. Við Sjálfstæðismenn þurfum hins vegar að koma stefnu okkar betur til skila, láta kjósendur heyra. Í sjálfu sér skiptir minna máli hverjir eru í framlínu flokksins ef þeir standa fastir á stefnunni. Henni á ekki að breyta. 


mbl.is Bjarni: Trúi á stefnuna fram í rauðan dauðann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Samstaða þjóðar

Hverjir eru vindhanarnir í Sjálfstæðisflokki? 

Sigurður, þú nærð kjarna málsins í síðustu málsgreininni. Í heildina voru samþykktir Landsfundar góðar, þótt ég hefði viljað kveða fastar að orði varðandi nokkur atriði. Stefnan liggur því fyrir og ber að þakka því fólki sem lagði á sig vinnu við mótun hennar.

 

Hins vegar kom strax á Landsfundinum fram andstaða forustunnar við nokkur mál, sem almenn samstaða var um. Þessi andstaða forustunnar hefur ekki mildast og bæði formaður og varformaður hafa mælt þvert á þá stefnu sem Landsfundurinn mótaði. Þetta veldur því að stór hluti Sjálfstæðismanna ætlar að kjósa aðra flokka, því að forustan verður að fá ráðningu. Öðru vísi lærir forustan ekki.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 7.4.2013 kl. 15:25

2 Smámynd: K.H.S.

Við treystum ekki núverandi forystu til að fara eftir ályktunum Landsfundar. Við treystum ekki Bjarna og Illuga í ESB málum, en þeir eru báðir gamlir hvatamenn að ESB aðildarumsókn. Varla vindhanar það, eða hvað. Þeir  klikkuðu í ICEsave. Snerust þar eins og skopparakringlur.  Hanna Birna sem var eina vonin fór svo alveg með það, er hún fór að finna að ályktunum landsfundar um lokun áróðursseturs ESB hér á landi. Öll hafa þau reynt að draga úr ályktunum Landsfundarinns og mistúlkað ástæðu fylgisflóttans herfilega. Ekki harla traustvekjandi lið.

Við kjósum Framsókn nú meðan forystan er ekki trausts verð og vonum að það kenni þeim sem kjósa forystuna að breitinga er þörf, fyrir næstu kosningar.


 

K.H.S., 7.4.2013 kl. 16:20

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þetta er alvarlegur atgervisvandi fyrir ykkur Sjálfsstæðismenn. Forystan lét ESB sinnaða fréttamiðlana hræða sig frá stefnunni. Að vísu réðust þeir með þvílíkum ómerkileg heitum að ykkur af því að þeim líkaði ekki tóninn í ályktunum ykkar gegn ESB og gegn ólöglegum áróðri áróðursbúllu stækkunardeildar ESB hér á landi.

En fólk eins og Bjarni og Hanna Birna verða að standa með lýðræðislegri stefnu flokksins og að standa í ístaðinu ef það ætlar ekki að láta henda sér af baki.

Tveir góðir vinir mínir sem oftast nær hafa stutt Sjálfsstæðisflokkinn, hafa nú báðir tekið ákvörðun í sitthvoru lagi. Báðir ætla þeir nú að styðja Framsóknarflokkinn vegna þess að þeir treysta ekki þessari veiklunduðu flokksforystu til þess standa sig til þess að fara að samþykktum flokksins í ESB málinu.

Gunnlaugur I., 8.4.2013 kl. 09:47

4 Smámynd: Óskar

Fylgisflótti sjalla hefur ekkert með ESB eða "stefnufestu" að gera.  Skýringin er augljós fyrir það sem þora að feisa það, þau 40% sjalla sem nú hlaupa yfir til framsóknar eru skuldarar sem trúa því að Sigmundur Davíð afskrifi stóran hluta húsnæðisskulda þeirra.  Þetta er einfaldar sálir, eða bara vitleysingar sem hlaupa á eftir bestu kosningaloforðunum og þegar sjallar voru loksins yfirboðnir þá fór hjörðin auðvitað í burtu. 

Óskar, 8.4.2013 kl. 13:49

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar. Það er þrennt sem ræður hegðun fólks í nútímasamfélagi. Atvinna, húsnæði og matur. Ég skil ósköp vel þá sem ætla að kjósa með hliðsjón af þessu, einu eða öllu. Hvað á sá að gera sem ekki hefur atvinnu? Hvað á sá að gera sem hefur ekki húsnæði? Hvernig getur sá lifað sem ekki fær mat?

Klikki eitthvað af þessu, hver svo sem ástæðurnar eru, þá er illt í efni fyrir viðkomandi og raunar samfélagið allt. Mér finnst óþarft hjá þér að gera lítið út eim sem skulda. Stærsti hluti þeirra voru í góðri trú, tóku lán, létu gabbast. þetta getur komið fyrir okkur öll.

Verði afleiðingin sú að menn tapi íbúð eða húsi, þá er það hræðilegt og engin ástæða til að gera lítið úr slíkum óförum eða uppnefna fólk. Ég þekki alltof marga sem eiga í erfiðleikum vegna hrunsins til að ég geti rætt um það á léttúðlegum nótum.

Sjáflstæðisflokkuinn þarf hins vegar að vinna betur í sínum málum, skýra stefnu sína og þá gengur honum betur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2013 kl. 13:57

6 Smámynd: Óskar

Sigurður ég er nú sjálfur í hópi þeirra sem skulda um 100% í minni fasteign.  Ég trúi hinsvegar ekki á töfralausnir framsóknar.  Vandamálið er í sjálfu sér ekki skuldirnar heldur hitt að fasteignaverð hefur lækkað.  Enginn mundi kvarta  ef fasteignaverð hefði hækkað um 200% en skuldirnar bara um 100%, þá væru allir ríkir svona bókhaldslega séð.   --- Fasteignaverð mun hækka hratt þegar hagvöxtur fer í gang og eftir 3-5 ár eru allar líkur á að það hafi hækkað miklu meira en skuldirnar.  Ég vil frekar bíða eftir þeim tíma heldur en að demba 270 milljörðum sem ekki eru til inn í hagkerfið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Það kallar bara á annað hrun og mér sýnist meiraðsegja flestir sjallar sjá það.

Óskar, 8.4.2013 kl. 23:41

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Margir búa ekki við þann lúxus sem þú hefur, að geta beðið eftir hugsanlegri hækkun fasteignaverðs. Vissulega hefur húsnæði lækkað í verði. Hitt finnst mörgum nóg um að lánin hafa hækkað í ofanálag. Og þeir eru til sem ráða ekki við þá hækkun og hafa misst íbúðir og hús sín. Enn fleiri eru brúninni, vita ekki hvernig í ósköpunum þeir eiga að geta haldið húsnæðinu og átt á sama tíma fyrir öðrum rekstri heimilisins. Hvaða ráð á þetta fólk?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 9.4.2013 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband