Bannað að gera dodo milli tólf og fimm
7.4.2013 | 11:40
Þingvallanefnd gætir alls sóma Íslendinga og veitir ekki af. Hvað í ósköpunum eiga veiðimenn að vera að flækjast um á björtum sumarnóttum. Veiða? Nei, nei. Allir vita að enginn ófullur maður vakir sumarnótt. Þetta veit Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna. Hún hefur þá pólitísku skoðun að gæta þurfi að hegðun veiðimanna.
Fyrir mistök var fundargerð Þingvallanefndar send til mín. Hún er áhugaverð lesning. Í henni kemur fram að einnig eigi að banna gönguferðir á Þingvöllum frá miðnætti og fram til klukkan fimm á sumrin. Hættan er sú að einhverjir tali saman og rjúfi kyrrðina sem ríkja skal á helgum stað sem raunar er þjóðgarðurinn allur. Öllum gönguferðum skuli lokið fyrir klukkan tólf og þá þurfi göngufólk að vera búið að þvo sér og bursta tennur og koma sér í svefnpoka.
Álfheiður Ingadóttir lagði fram þá tillögu að jafnframt því að hún bæri titilinn formaður Þingvallanefndar æri hún einnig titilinn siðgæðisvörður Þingvalla. Tillagan var naumlega felld.
Að sögn formanns nefndarinnar þykir henni verst að fólk leiðist sí og æ út í einhverja vitleysu á björtum sumarnóttum og misbýður siðgæði Þingvallanefndar og framkvæmdastjóra. Vitað er að á þessum tíma verður hjartsláttur örari, andardráttur tíðari og efnaskipti líkamans fara algjörlega úr böndum.
Til að allt fari nú sómasamlega fram hefur Þingvallanefnd ákveðið að fólk megi ekki láta vel að öðru utan tjalds frá klukkan tólf til fimm. Ólafur Haraldsson, hinn gönguvakri þjóðgarðsvörður mun á björtum sumarnóttum fá það verkefni að valhoppa um þjóðgarðinn og sekta þá sem í sínum ástarbríma gleyma garðsins tíma ... og leiðast út í dodo. Hann bókaði að þetta verkefni myndi hann með glöðu geði taka að sér.
Ennfremur hefur Þingvallanefnd ákveðið að banna kamarferðir milli klukkan tólf og fimm á morgnanna. Fólki er ætlað á þeim tíma að halda sig innan tjalds, hjólhýsis eða í hverjum andskotanum það býr í.
Á fundi þjóðgarðsnefndar var naumlega felld sú tillaga Álfheiðar Ingadóttur þess efnis að bannað verði að gista í þjóðgarðinum milli klukkan tólf og fimm. Ágreiningur reyndist um tímamörkin en samþykkt að enginn megi tjalda nema undirrita þá yfirlýsingu að hann muni sofa í tjaldinu milli klukkan tólf og fimm.
Álfheiður lét þá bóka að nauðsynlegt sé að fólk haldi sig í tjaldi á björtum sumarnóttum þar með sé tryggt að þögnin ríki í þjóðgarðinum. Tekið skal fram að Álfheiður hefur aldrei gist í tjaldi, hjólhýsi, tjaldvagni eða álíka og stendur í þeirri meiningu að hljóðeinangrun þessara íverustaða sé svipuð og heima hjá henni.
Loks var ákveðið að banna tannburstun á milli klukkan tólf og fimm að viðlagðri sekt. Álfheiður lét bóka að hávaðinn frá slíkum verkum sé óþolandi og betra sé að geyma tennur í vatnsglasi yfir nóttina ...
Veiðimenn æfir út í Þingvallanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki rétt að setja það í lög að "föstudagurinn langi" sé alla daga í þjóðgarðinum og því megi ekki gefa þar frá sér önnur hljóð en kæfðan hósta, en því aðeins að ekki verði hjá því komist.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2013 kl. 11:59
Því miður er sumt heiðvirt fólk sem ætti að taka lyfin sín á morgnana. Aukinheldur ótrúlega margir slíkir með dulin völd í stofnunum og embættum, og enginn farvegur fyrir þjóðina að bregðast við.
Guðjón E. Hreinberg, 7.4.2013 kl. 12:08
Hermdarverkamenn, löggugrýtendur. alþingishússárásarher og aðrir ættingjar Álfhildar og þingvallarnefndar eru að ég best veit þessum reglum undanþegnir. Þeir meiga halda sínum fyllirísvökum áfram eins og hingað til í nafni lýðræðis og af skemmdarþörf, eftir valdatöku núlifandi nefndar.
K.H.S., 7.4.2013 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.