Kristján Eldjárn, sannur vísindamađur og einstaklega ritfćr

Vinlandsdagbok-175x161

Kristján Eldjárn, ţjóđminjavörđur, hafđi síst af öllu veriđ sannfćrđur um ađ hann og félagar hans hafi fundiđ minjar um norrćna byggđ á Nýfundnalandi. Ţetta má glögglega lesa í „Vínlands dagbók“ sem byggđ er á rituđum dagbókum Kristjáns og kom út síđasta haust.

Ţetta er falleg bók og lýsir Kristjáni afar vel, hógvćrum og vandvirkum frćđimanni, sem lćtur verkin talan en hleypur ekki til óđamála um leiđ og eitthvađ merkilegt finnst í uppgreftri hans.

Viđ lesturinn fćr mađur ţađ á tifinninguna ađ rannsóknarleiđangurinn til Nýfundnalands sem Norđmađurinn Helge Ingstad stóđ fyrir hafi veriđ skipulagđur til ţess eins ađ upphefja forystumannin sem ćtlađi ađ finna minjar um norrćna byggđ viđ ţorpiđ L'Anse aux Meadows.

Kristján var auđsjáanlega einstaklega ritfćr mađur. Málfariđ í dagbók hans er hreint og tćrt, hugsunin skýr og hann er umfram allt heiđarlegur og góđur mađur. Í leiđangrinum kastast í kekki milli manna eins og oft vill verđa. Vandamáliđ er ađ forystumađurinn, Helgi Ingstad, ber ekki sama skynbragđ á rannsóknir og fundi eins og Kristján, vill helst hlaupa međ allt í fjölmiđla. Hann áttar sig ekki á ađ ţarna finnast ummerki sem eru eftir steinaldarfólk og einnig frumbyggja.

Hann átti í sífelldum rökrćđum viđ Ingstad og ţađ hjálpađi ekki upp á móralinn í leiđangrinum. Kristján skrifar međal annars ţann 8. ágúst 1962:

Vafamál er einnig hvort framkoma okkar viđ Ingstad hefur veriđ alveg rétt, ţótt hún sé skiljanleg. Ef til vill hefđi ég átt ađ tala meira í trúnađi viđ hann og sýna honum fram á ađ hann skyldi ekki reyna ađ ţrýsta sínum sjónarmiđum upp á okkur. Í stađinn var sú stefna tekin ađ tala sem minnst um rannsóknina til ađ ţurfa ekki sífellt ađ vera ađ argúmentera viđ Ingstad. Ţađ var líka alveg óţolandi. En ţađ segi ég satt ađ ég vildi nokkuđ til vinna ađ Ingstad slyppi sem skást frá ţessu öllu ţó vitanleg ekki ţađ ađ misbjóđa sannleikanum á neinn hátt. Fyrir mér liggur nú ađ reyna ađ haga svo mínum orđum ađ siglt sé milli skers og báru og getur ţađ orđiđ erfiđ sigling. Viđ sjáum til. Enn má svo fara ađ kenning Ingstads haldi velli ađ einhverju leyti.

Svo ljúfur og góđur er Kristján í umsögn sinni um mann sem greinilega er dálítill fúskari og leitar ađ gögnum til ađ sanna hugmyndir en lćtur ekki gögnin sem finnast segja frá. Slíkt finnst Kristjáni ekki góđ frćđimennska. Engu ađ síđur vill Kristján halda friđinn og leyfa Ingstad ađ fá eitthvađ út úr ţessu öllu.

Í lok bókarinnar er kafli eftir Adolf Friđriksson, fornleifafrćđing. Hann fer yfir rannsóknir á norrćnum mannvistarleyfum í Norđur Ameríku og međal annars á uppgreftrinum í L'Anse aux Meadows. Adolf segir á bls. 162:

Ţađ var ekki af tómri ţvermóđsku ađ Kristján Eldjárn vildi ekki skera úr um eđli minjanna í L'Anse aux Meadows. Hann hafđi ekki ţćr upplýsingar sem hann ţurfti til ađ glöggva sig á augljósum ummerkjum um frumbyggja á stađnum. 

Síđar á sömu blađsíđu segir Adolf:

Síđast en ekki síst lá vandinn í túlkun á öllum minjunum í ţví ađ ekki fundust neinir norrćnir gripir heldur eingöngu munir frá ţví löngu fyrir daga víkinga og fram til nútímans. Áriđ 1964 fannst loks snćldusnúđur úr klébergi og síđasta uppgraftarár Ingstadshjónanna, 1968, fannst hringprjónn úr bronsi, dćmigerđir munir frá víkingaöld. 

Og á nćstu blađsíđu, 263, kemur loks stađfestingin:

Gerđar hafa veriđ á annađ hundrađ aldursákvarđanir međ geislakoli og sýna ţćr ađ ađalbyggđin er frá 10.-11. öld. Jaspismolar sem fundust viđ uppgröftinn eru líklega upprunnir úr íslenskri náttúru. Allt hefur ţetta treyst í sessi ţá niđurstöđu ađ hér sé um ósvikinn norrćnan bústađ ađ rćđa.

Án efa hefur Kristján Eldjárn glađst yfir niđurstöđum rannsóknanna í L'Anse aux Meadows. Hann vildi ţó ekki, rétt eins og Adolf bendir á, standa ađ einhverjum glannalegum yfirlýsingum. Ţetta segir nú margt um vísindamanninn Kristján Eldjárn, ţann sem síđar varđ forseti Íslands og stóđ sig međ sóma í ţví starfi.

Mér ţótti afskaplega fróđlegt ađ lesa bókina um rannsóknir Kristjáns í L'Anse aux Meadows og eins og áđur sagđi er hún falleg bók. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi aldrei náđ ađ kynnast höfundinum eins vel og viđ lestur hennar. Í bókinni er fjöldi litmynda og treysta ţćr í sessi ímynd hins ágćta vísindamanns.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband