Ríkisstjórn sem hangir

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins er forvitnilegt. í því kemur fram að svokallaðar samningaviðræður við Evrópusambandið eru síst af öllu samningaviðræður. 
 
Samt sem áður er því haldið að íslensku þjóðinni (þó aðeins af Íslandi, ekki af ESB) að það fari fram „samningaviðræður“. Fullyrða má að slíkum blekkingarleik hafi aldrei fyrr verið beitt af lýðræðislega kjörnum yfirvöldum gagnvart eigin þjóð. 

Er ofangreint rangt hjá höfundi? Nei enda hefur þessu sama verið margoft haldið fram í þessu bloggi og vitnað til heimilda frá Evrópusambandinu.

Ávirðingar á ríkisstjórnina eru margar að mati höfundar Reykjavíkurbréfs. Hér eru nokkrar, „Og er þó fátt eitt nefnt,“ eins og höfundur orðar það:

  • Icesave I
  • Icesave II
  • Icesave III
  • Stjórnlagaþing ógilt af Hæstarétti Íslands.
  • Atlögum að sjávarútveginum hrundið.
  • Tilraunir til að láta furðutexta í fjölmörgum greinum kollvarpa íslensku stjórnarskránni frá 17. júní 1944 fóru út um þúfur.
  • Aðild að ESB á grundvelli sögulegustu svika íslenskra stjórnmála frá 1262 orðin að engu.
  • Tveir stærstu bankar landsins hafa verið gefnir gróðavörgum og vogunarsjóðum án heimildar, án umræðu og án þess að nokkurt vit væri í.
  • Höft sem áttu að standa í 10 mánuði standa enn
  • Seðlabanka landsins hefur verið breytt í skömmtunarskrifstofu í algjörlega ógegnsæju ferli. Bersýnilegt er að bankinn hefur enga heildstæða stefnu mótað og veit ekki í hvern fótinn hann á að stíga.
Ekkert af ofangreindu þarfnast skýringa. Ekki heldur niðurlags Reykjavíkurbréfsins, eflaust er það sárt fyrir vinstri menn að lesa þetta en sannleikurinn er mörgum sár:
 
Samfylkingin, sem taldi sjálfa sig annan af „turnunum tveimur“, er orðin að smáflokki. Hún er eini líkamningur sem vitað er um sem virðist orðinn minni en sinn eigin botnlangi. 
Og VG nær varla því virðingarheiti að teljast smáflokkur. Steingrímur virðist ætla að enda með litlu
stærri flokk en Hreyfingin var, áður en Þráinn fór. 
Ríkisstjórn, sem þannig endar, sat ekki út kjörtímabilið, hún hékk. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þessi orð eru í tíma töluð og ekki í vegi fyrir þjóðina að minnast þessara "afreka" ríkisstjórnarinnar, þegar hún gengur inn í kosningaklefann.

Það er þó einn hængur á. Það eru ekki einungis stjórnarflokkarnir sem stunda þann blekkingarleik að telja þjóðinni trú um að við söndum í einhverskonar samningaviðræðum við ESB. Ríkisstjórnin hafði einfaldlega ekki meirihluta til þess. Það var vegna aðkomu þingmanna annara flokka sem tókst að hefja þann blekkingarleik og um þessar mundir eru það fólk úr röðum Sjálfstæðisflokks sem hæðst lætur í þessum blekkingum. Hefur tekið að sér trúboðið fyrir Samfylkinguna.

Frekar sorglegt.

Gunnar Heiðarsson, 24.3.2013 kl. 19:41

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er alveg óskiljanlegt, Gunnar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.3.2013 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband