Svarar það kostnaði leyfa ítölu upp á 130 lambær?

DSC00066Ef Almenningar þola 130 lambær hvað skyldu þá Emstrur þola?

Meðfylgjandi mynd er tekin norðarlega í Emstrum, líklega við Bjórgil eða þar um kring. Þarna er ekki samfelldur gróður heldur skellur hér og þar. Þannig eru Almenningar.

Án þess að hafa neitt við á beitarþoli myndi ég halda því fram að það væri í þágu svæðisins að ekkert sauðfé fengi að ganga þarna. Líklega kæmi það í veg fyrir að það yrði hungurmorða.

Á meðan ætti að leyfa lausagöngu tvífætlinga eins og verið hefur frá aldaöðli. 

Flestir þekkja Emstrur og vita hversu mikil eyðimörk þar er. Engu að síður hefur maður séð rollur flækjast þar um og narta í þau strá sem þar fyrirfinnast. Neðri myndin er af kunnuglegum stað á gönguleiðinni og Hattafell í bakgrunn, báðir hattarnir sjást.

940722-16

Munurinn Emstrum og Almenningum er að hinir síðarnefndu eru afluktir og þarf að hafa mikið fyrir því að koma sauðfé þangað. Auðveldara er að koma því í Emstrur en þar er miklu minni gróður.

Ég velti því nú fyrir mér hvort það svari kostnaði að koma 130 lambám í Almenningar og sækja þær aftur. Efast um það. 


mbl.is Ítala á Almenninga verði 130 lambær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Má ekki snúa þessu við, hvernig geta 130 lambær skemmt 4600 ha svæðis? Kindur klippa grasið þó ekki við svörð og rífa ekki upp rætur.

ég held að þetta svæði sé í meiri hættu af foki ösku en rolluskjátum.

Jón Þór Helgason, 21.3.2013 kl. 21:49

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er nú samt þannig að það er nóg að fáeinar skjátur gangi um landið til að halda niðri ákveðnum tegundum gróðurs. þeim finnst, eins og okkur, sumt betra en annað og sækja í það.

Ekki minnkar öskufokið með minni gróðri.

Sindri Karl Sigurðsson, 21.3.2013 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband