Ríkisstjórninni í hag að halda þinginu í húsi

Hún Ólöf Nordal veit ekki það sem blasir við öllum sem vilja að það er ríkisstjórninni í hag að halda þinginu sem lengst í húsi. Fyrir vikið er hægt að kenna stjórnarandstöðunni um allt það sem miður hefur farið á fjögurra árar valdatíma norrænna velferðarstjórnar.

Jafnvel má kenna stjórnarandstöðunni um hrunið, stjórnun Alþingis, skuldastöðu heimilanna, verðtrygginguna, kvótamálin, fiskveiðistjórnunina, flugvöllinn í Reykjavík, stjórnarskrármálið og allt annað sem hægt er að upphugsa. 

Það sem upp úr stendur er þó aðeins eitt. Ríkisstjórnin hefur reynst vera gagnslaus til annarra hluta en að þrífa skrifborðin sín og sópa vandamálum undir teppið. Með því að halda þinginu að störfum fær ríkisstjórnin ókeypis auglýsingu. Jóhanna getur komið af og til fram á tröppur þinghússins og mæðulega kennt stjórnarandstöðunni um stöðuna. Og Steingrímur getur farið í pontu og, lítið yfir salinn í leiðindum sínum og spurt þingheim hvort ekki hafi orðið hrun fyrir fjórum árum.

Svo má auðvitað spyrja hver stjórnar þinginu, meirihluti eða minnihluti? Eða bara ríkisstjórnin.


mbl.is Tillaga um frestun þingfunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband