Óhæfur borgarstjóri saknar áheyrenda en fær reiða kjósendur

Það er ekkert tilhlökkunarefni að mæta á fundi þar sem maður er að fara að horfa framan í fullt af fólki sem er ofsalega reitt,« sagði Jón Gnarr borgarstjóri á fundinum. Borgarstjóri hélt ræðu í upphafi fundar og svo aðra eftir framsögur. Hann svaraði hins vegar ekki fyrirspurnum fundarmanna úr sal.
 
Ofangreint er úr frétt Morgunblaðsins í morgun um íbúafund í Grafarvogi. Þangað mætti borgarkerfið og valtaði yfir íbúa. Fundurinn átti að vera stuttur og helst engar fyrirspurnir vegna þess að borgarstjóri er hræddur við borgarbúa. Hann skilur ekki reiði þeirra enda þekkir hann ekki muninn á áheyrendum og kjósendum.
 
Hvað er eiginlega að þessum borgarstjóra? Hann horfir á reitt fólk og það eina sem kemur upp í huga hans er hræðsla. Aðrir myndu velta því fyrir sér hvað valdi reiðinni og hvernig væri hægt að sefa hana og koma með lausnir sem eyði henni. Jón Kristinsson er ekki slíkur maður. Hann kýs viðhlæjendur, áhorfendur sem klappa að loknu leikriti eða uppistandi.

Jón sagði að hrunið hefði sett gríðarlegt álag á allt innra kerfi borgarinnar og dregið úr tekjum. »Við höfum í dag úr um það bil sjö milljörðum minna að spila en við höfðum árið 2008. Það hefur gert að verkum að við höfum þurft að fara í alls kyns aðgerðir og bæði starfsfólk og stjórnmálamenn í borginni lagt á sig gríðarlega mikla vinnu við að reyna að leysa úr þessum vanda,« sagði Jón.
 
Hvað er eiginlega að þessum borgarstjóra? Nú eru fjögur ár frá hruni og hann er enn á þeirri blaðsíðu í handritinu sem hann fékk á fyrsta ári sínu sem borgarstjóri: „Ef þú ert gagnrýndur, kenndu hruninu um“. Þessi flóttaleið borgarstjóra er afar slæm. Meiri sómi væri ef hann myndi hreinlega taka til fótanna og yfirgefa ráðhúsið. Verst að það er ekki neinn möguleiki fyrir okkur kjósendur að segja upp þeim manni sem ræður ekki við borgarstjóraembættið.
 
Þessi borgarstjóri veit ekki að mikil vinna segir ekkert til um árangur. Vandi er og verður hinn sami  ef hann er ekki greindur á réttan máta. Í þokkabót skilur borgarstjóri ekki að reiði fólks sefast ekki fyrr en vandamálið þeirra er leyst. Þetta eiga allir stjórnendur að vita og stjórnmálmenn að tileinka sé nema auðvitað ef sá sem ekki veldur starfanum. Hann saknar áheyrenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband