Ísland er að breytast í láglaunaland

Ég hef haldið því fram á þessum vettvangi að með traustu atvinnulífi leysast flest vandamál. Án þess mun allt ganga á afturfótunum rétt eins og það gerir núna.

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er sammála þessu í grundvallaratriðum. Þess vegna leggur hann mikla áherslun í skrifum sínum á frelsi einstaklingsins og sjálfstæði atvinnurekenda. Honum er tíðrætt um millistéttina, ofsköttun hennar. 

Í grein í Morgunblaðinu í morgun ræðir Óli Björn um aðför vinstri stjórnarinnar að borgaralegu samfélagi. Hann segir:

Hagvöxtur er lítill og við glímum enn við kreppu. Fjárfesting er langt frá því sem nauðsynlegt er og dugar ekki til að standa undir nauðsynlegri endurnýjun, hvað þá nýjum atvinnutækifærum. Þannig er dregið úr möguleikum til vaxtar í framtíðinni, möguleikum til að fjölga störfum og hækka raunlaun. Hægt og bítandi er Ísland að breytast í láglaunaland sem stenst engan samanburð við nágrannaþjóðirnar. 

Hann hvetur kjósendur til að velta fyrir sér áleitnum spurningum um efnahagslífið og vöxt þess og spyr kjósendur: 

  1. Hvaða stjórnmálaflokkur mun ryðja brautina fyrir nýja atvinnuuppbyggingu, skynsamlega nýtingu orkuauðlindanna og aukna fjárfestingu í atvinnulífinu?
  2. Hvaða stjórnmálaflokkur mun verja séreignastefnuna og vinna þannig að því að tryggja fjárhagslegt öryggi heimilanna?
  3. Hvaða stjórnmálaflokkur skilur best samhengið á milli öflugs atvinnulífs, fjölbreyttra tækifæra, hærri launa, hófsemdar í skattheimtu og aukins kaupmáttar?
  4. Hvaða stjórnmálaflokkur áttar sig á því að forsenda velmegunar er öflug millistétt – sem er burðarás þjóðfélaga sem best standa?
  5. Hvaða stjórnmálaflokkur er líklegur til að koma skikki á fjármál ríkisins, stoppa hallarekstur og greiða niður skuldir í stað þess að veðsetja framtíðina?
  6. Hvaða stjórnmálaflokkur getur lagt grunn að því að skuldavandi heimilanna verði leystur með skynsamlegum hætti?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband