Þetta eru AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR og enginn samningur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur misskilið viðræður Íslands við ESB. Ekki er um að ræða neinar samningaviðræður þetta eru aðlögunarviðræður.

Tilgangur þeirra er að við sýnum ESB fram á að landið geti gengið í ESB, búið sé að samræma löggjöf okkar og reglukerfi við þá hjá ESB, og stjórnsýslan sé eins.

Þetta heita AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR í 35 liðum. Það er stór misskilningur er að þetta séu einhverjar samningaviðræður. Eða getur Þorgerðru Katrín eða einhver annar bent á einhverja samninga sem gerðir hafa verið frá því að Alþingi samþykkti umsóknina í júlí 2009?

Staðreyndin er sú að þegar aðlöguninni er lokið hefur Ísland heimild til að leggja fram einhverjar kröfur um undanþágur gagnvart löggjöf og stjórnsýslu ESB. Hugsanlega mun ESB veita TÍMABUNDNAR undanþágur, eina eða fleiri. 

Að öðru leyti verður ekki um neina samninga að ræða enda er Ísland að sækja um aðild að ESB. Sambandríkin eru hæstánægð með það sem þau hafa og eru ekki að leita að neinum til að breyta því.

Þau gera hins vegar kröfu til að Ísland taki breytingum. Væri ég þingmaður myndi ég hafna tillögu Þorgerðar Katrínar. Hún orðar tillöguna svona:

 Vilt þú að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og að aðildarsamningur verði borinn undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?

Forsendur spurningarinnar eru einfaldlega rangar. Í þokkabót er tvískipt spurning er blekkjandi. Hið eina sem þarf að spyrja um er eftirfarandi: 

Á Ísland að vera hluti af Evrópusambandinu?

Allar aðrar spurningar eru óþarfar. Alþingi átti að leggja þessa spurningu fyrir þjóðina áður en það samþykkti umsóknina. Ríkisstjórnarflokkarnir þorðu því ekki því þeir vissu niðurstöðuna.

Nú er verið er að breyta þjóðfélaginu til að það smellpassi inn i ESB. Og margir sem þetta vita skrökva til um eðli viðræðnanna og hafa skáldað upp að samningur verði til í lok þeirra.


mbl.is Kosið verði um ESB 27. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Bíddu við , Norðmenn hafa tvívegis kosið um ESB eftir það sem þú kallar "aðlögunarviðræður".  Það virðist ekki há þeim mikið, þeir bara felldu samninginn og málið dautt.  Hversvegna í ósköpunum viljið þið ekki leyfa þjóðinni að kjósa um málið í eitt skipti fyrir öll?  Við hvað eruð þið eiginlega hræddir?

Óskar, 20.3.2013 kl. 09:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er rangt hjá þér og lýsandi fyrir þann misskilning sem er uppi. Aðlögunarviðræðurnar voru ekki teknar upp fyrr en eftir að Norðmenn felldu 1993. Þá var gerður samningur en sá samningur var hinn sami og Svíar, Finnar og Austurríkismenn gerðu ...!

Nú er ekki lengur gerður samningur heldur farið í aðlögunarviðræður. Það er allt annað mál. Sjá nánar blogg hjá mér á þessari slóð: http://sigsig.blog.is/blog/sigsig/entry/1267521/

Þar er getið um reglurnar sem ESB hefur gefið út um aðlögunarviðræður og á þeim bæ er varað við að notað sé hugtökin „samningaviðræður“ og „samningur“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.3.2013 kl. 09:42

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sneypuförinni til Evrópu er lokið. Að loknum kosningum mun meirihluti Alþingis samþykkja ályktun um að hætt verði tilraunum til að innlima Ísland í Evrópusambandið.

Meirihluti landsmanna er andvígur ESB-aðild. Skoðanakannanir frá því í ágúst 2009 sýna að þeim sem eru andvígir ESB hefur jafnt og þétt fjölgað úr 60% í þau 70% sem nú eru andvígir ófreskjunni.

http://www.si.is/media/althjodlegt-samstarf/4022801_Samtok_Idnadarins_210213.pdf

Umboð sitjandi Alþingis er á þrotum. Eftir 27. apríl mun nýtt Alþingi ráða þjóðarkönnunum. Eftir þann tíma mun engu máli skipta hvaða heimskulegu ákvarðanir sitjandi þing tekur. Tími þjóðsvikara á ríkisspenanum er að líða.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 20.3.2013 kl. 09:45

4 Smámynd: Óskar

Loftur hefur greinilega ekki séð nýjustu skoðanakannanirnar.  Þær sína ALLAR að þjóðin vill klara þessar viðræður og kjósa svo um samning.  það verður einfaldlega aldrei friður um þetta mál fyrr en það er kosið um samnig og málið klárað.  Sigurður , við höfum þegar tekið upp 75% af lagabálkum ESB og þessi áróður um aðlögunarviðræður er marklaus, það breytir engu þó við klárum þessar viðræður.  Þeir sem ekki þora/vilja að þjóðin afgreiði málið sjálf ættu eki að kalla sig lýðræðissinna.

Óskar, 20.3.2013 kl. 10:08

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar. Hér er enginn „áróður um aðlögunarviðræður“. Lestu það sem þú ert beðinn um svo þú skiljir umræðuna.

Hvers vegna var þjóðin ekki spurð áður en sótt var um aðild að ESB?

Hvers vegna er því logið að um samningaviðræður sé að ræða?

Hvers vegna er því logið að viðræðurnar endi með samningi?

Í fyrri athugasemd vissir þú ekkert um muninn á samningaviðræðum Norðmanna við Evrópusambandið og aðlögunarviðræðum sem allar þjóðir þurfa nú að fara í gegnum. Þar hefur orðið gjörbreyting.

Þekkir þú til „Aquis“ ESB, 35 kafla? Veistu hvers vegna þarf að fara ítarlega í gegnum hvern kafla og veistu um efni þeirra?

Veistu hvað eftirfarandi tilvitnun þýðir og gerirðu þér grein fyrir því að þetta er orð ESB um aðlögunarviðræðurnar, „Understanding Enlargement - The European Union’s enlargement policy“?

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

Svaraðu þegar þú hefur kynnt þér málið og haltu máttu réttilega halda því fram að áróður um aðlögunarviðræður komi einhliða frá ESB. Það er nú einfaldlega staða málsins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.3.2013 kl. 10:21

6 Smámynd: Samstaða þjóðar

"Understanding Enlargement" verður stöðugt bólgnara og bólgnara. "EU rules" eru þannig orðnar 100.000 blaðsíður. Hér er síðasta útgáfa af "Understanding Enlargement":

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

Hugsið ykkur hvað skjalageymslur landsins munu geta andað léttar, þegar við höfum losað okkur við allt þetta ESB-fargan. 

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 20.3.2013 kl. 11:08

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka fyrir innlitið, Loftur. Alltaf má treysta því að þú fylgist grannt með ESB bákninu.

ESB hefur endurnýja bæklinginn um stækkunina. Hvað heldurðu, Loftur, að margir ESB sinnar hafi lesið hann sér til gagns?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.3.2013 kl. 11:14

8 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sigurður, aðgerðir stjórnvalda hafa lengi einkennst af heimsku. Þegar núverandi meirihluti tók völdin á Alþingi, versnaði ástandið til muna.

 

Tilraunir til að leggja Ísland undir Þursann í austri, hafa verið hreinræktuð trúarathöfn Samfylkingar og annara kjölturakka Evrópusambandsins. Auðvitað hafa þeir ekki hugmynd um hvað fólgið er í aðild lítils lands að samstarfsverkefni Þýðskalands og Franklands.

 

Kjölturakkarnir trúa því að ESB snúist um hagsæld allra, menningarlega arfleifð og friðarboðskap. Auðvitað eru þetta blekkingar. ESB hefur þann eina tilgang að gera Þýðskalandi og Franklandi kleyft að ríkja sameiginlega yfir Evrópu, í stað fyrri tilrauna til að gera það sitt í hvoru lagi.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 20.3.2013 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband