Hreyfingin terroriserar ríkisstjórnina og stjórnarandstaðan kætist
18.3.2013 | 14:48
Hryðjuverkastarfsemi Hreyfingarinnar gegn ríkisstjórninni tekur á sig skemmtilegar myndir og er víst að sú síðarnefnda dauðsér nú eftir að hafa ekki storkið þeirri fyrrnefndu blíðlegar.
Staðan er einfaldlega sú að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur lagt fram breytingatillögu við frumvarp formanna Samfylkinga, VG og Bjarts um breytinga á stjórnarskránni. Breytingin er einfaldlega sú að heilt stjórnarskrárfrumvarp komi í stað samkomulags ríkisstjórnarflokkanna.
Breytingartillagan er hrein snilld og setur ríkisstjórnina og meirihluta hennar í svo erfiða klemmu að vandséð er hvort nokkur ríkisstjórn hafi lent í öðru eins.
Auðvitað geta ríkisstjórnarflokkarnir ekki greitt atkvæði á móti breytingunni. Þá væru þeir að greiða atkvæði gegn nýrri stjórnarskrá sem þeir hafa svo fjálglega um rætt. Þeir geta ekki heldur greitt atkvæði með tillögunni því þá væru þeir að setja allt í uppnám í þinginu sem ætti í raun að vera lokið.
Staðan er því sú að tillaga formannanna er ónýt. Í stað þess að greiða atkvæði um eitthvert framtíðarmoð er stjórnarskráin komin aftur á dagskrá og framhald þingsins í algjörri óvissu. Uppnámið er því nú í boði Hreyfingarinnar.
Meint málþóf stjórnarandstöðunnar vegna frumvarps um nýja stjórnarskrár bliknar við hliðina á þessum vanda þingmanna ríkisstjórnarinnar. Þeir geta í hvorugan fót stigið og vita ekki hvort þeir eigi að fordæma vini sína í Hreyfingunni eða helv... stjórnarandstöðuna. Sú síðarnefnda stendur þó aðeins á hliðarlínunni, aðhefst ekkert en hláturinn kumrar í þeim. Skiljanlega. Og hefnd Hreyfingarinnar er sæt.
Stjórnarskrármálið tekið til umræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.