Ógætilegt orðaval séra Þóris Stephensen særa
11.3.2013 | 11:50
Í Fréttablaðinu í gær skrifar Þórir um nýlegar ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópusambandið undir yfirskriftinni Andlegt ofbeldi í Sjálfstæðisflokknum:
En það sem er nú komið á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, rímar einkum við þrennt sem ég man eftir: Kaþólsku kirkjuna á hinum svörtustu miðöldum, er hún samdi Skrá yfir bannaðar bækur. Í öðru sæti eru bókabrennur Hitlers. Í þriðja sæti kemur svo ritskoðun Sovétsins.
Þá er þetta vonandi frá hjá sjálfstæðum Evrópusambandssinnum. Viskubrunnurinn er væntanlega tæmdur í bili nú þegar séra Þórir er búinn að ríma fyrrum félaga sína í Sjálfstæðisflokknum við Hitler, Sovétríkin og voðaverk kaþólsku kirkjunnar á miðöldum.
Ofangreint er úr Vefþjóðviljanum í gær. Vitna í þetta núna vegna þess að enn líður mér hálfilla eftir að hafa lesið þessa grein eftir Þóri Stephensen. Vefþjóðviljinn bætti ekki úr skák.
Ég hef þá einlægu skoðun að Ísland eigi ekki erindi í Evrópusambandið, fullveldi okkar byggist á sjálfstæði, fámennið verður okkur mikill fjötur um fót í þessu fjölmenna sambandi. Á landsfundinum greiddi ég hiklaust atkvæði með tillögu sem síra Geir Waage lagði fram og fjallaði um að hætta skuli aðlögunarviðræðunum og leggja málið undir dóm kjósenda.
Af hverju er skoðun mín þessi? Jú, vegna þess að aðlögunarviðræðurnar eru að breyta Íslandi. Þær eru ekki samningaviðræður, enginn samningur verður gerður. Viðræðurnar hafa allt annan tilgang og honum er ég á móti.
Einfaldur meirihluti á Alþingi samþykkti að aðildarumsóknina. Mér er til efs að Þórir Stephensen eða aðrir aðildarsinnar hafi áttað sig á því að með samþykktinni var farið í að aðlaga lög og reglur þjóðarainnar við þar sem gildir í sambandinu. Til viðbótar hefur íslenskri stjórnsýslu verið breytt til samræmis.
Ofangreind orð Þóris Stephensen eru leiðingleg og særandi. Hann gerir lítið úr skoðunum mínum og fjölmargra annarra félaga minna, fólks sem vill Íslandi vel, hefur skoðanir og stendur við þær.
Hann er kirkjunnar maður, engu að síður talar hann eins og kristin gildi og siðferði skipti hann engu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.