Illt innræti og gengisfelling orða

Alþingi tekur ákvörðun, byggir hana á einhverjum rökum, sem sumir telja vitleysu en aðrir rétta. Er það valdarán er löggjafarþing þjóðarinnar sinnir sínum störfum? Nei, varla.

Fyrir nokkrum misserum kaus sama þing ráðgefandi nefnd sér til fulltingis og bað hana um að leggja fram tillögur um stjórnarskrá sem og hún gerði. Nokkrir fulltrúar í þessari nefnd kröfðust þess að lokinni vinnu hennar að engu yrði breytt í niðurstöðunum. Með öllum ráðum var reynt að koma í veg fyrir að þingið ræddi málefnalega um stjórnarskrárdrögin.

Auðvitað tók þingið sér tíma fyrir umræðuna. En setjum sem svo að hinni ráðgefandi nefnd hefði tekist að koma í veg fyrir umræðu, þingið hefði samþykkt stjórnarskránna. Væri það ekki meira í áttina að valdaráni en að þingið nýtti sér stjórnarskrárbundinn rétt sinn til að hætta við stjórnarskráardrög nefndarinnar?

Köllum endilega hlutina sínum réttu nöfnum en gengisfellum ekki tungumálið og fyrir alla muni ekki skrökva til um staðreyndir. Það sæmir ekki upplýstu fólki jafnvel þó illa innrættur hagfræðiprófessor brúki þekkingu sína til að reyna að villa um fyrir öðrum.


mbl.is „Þetta heitir valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er ósköp leiðinlegt að Alþingi skuli hafa rænt völdunum af Þorvaldi Gylfasyni.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.3.2013 kl. 21:31

2 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Það er eins og allir hafi gleymt því hvernig og um hvað var spurt í var orðuð í þeirri takmörkuðu skoðanakönnun sem kallaðist orðagrannt: "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla".

Þar var fyrst og fremst spurt:

1. Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Meirihluti þáttakenda sagði já við þessari spurningu, ekkert annað.

Það þýðir hvorki að tillögurnar hafi öðlast stöðu tilbúins frumvarps né að ekki mætti breyta þeim. Þvert á móti.

Björn Geir Leifsson, 6.3.2013 kl. 21:35

3 identicon

Ekki má heldur gleyma því að Þorvaldur Gylfason og Stjórnlagaráð hafa ekkert umboð frá þjóðinni til eins eða neins.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 22:14

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það sat einnig í umboði Ríkisstjórnarinnar eftir kosningu sem var dæmd ólögleg.

Hvað þarf eiginlega til þess að vekja þetta fólk til lífsins?

Sindri Karl Sigurðsson, 6.3.2013 kl. 22:25

5 Smámynd: Elle_

Allt satt að ofan.  Og við það bætist að þjóðin bað aldrei um nýja stjórnarskrá þó ýmsir, líka Þór Saari ítrekað, fullyrði ranglega að þjóðina hafa viljað hana.  Þorvaldur mikli verður bara að sætta sig við að vera ekki einvaldur Íslands.   Þorvaldur og Þór ættu að hætta að fara rangt með vilja þjóðarinnar.

Elle_, 6.3.2013 kl. 22:51

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, það er ósköp leiðinlegt að Alþingi skuli hafa rænt völdum af Þorvaldi Gylfasyni.

Sammála, Björn Geir. Þó meirihlutinn hafi sagt já í skoðanakönnuninni þýddi það ekki að tillögur ráðsins yrðu sjálfkrafa óumbreytanlegt frumvarp, fjarri því. Umboðið var ekkert annað en það sem Alþingi fólk ráðinu.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.3.2013 kl. 23:27

7 Smámynd: Landfari

"Það er ósköp leiðinlegt að Alþingi skuli hafa rænt völdunum af Þorvaldi Gylfasyni."

Góður punktur þorsteinn.

Landfari, 7.3.2013 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband