Gæfa að Steingrímur fékk engu ráðið um bjórinn

Framleiðsla og neysla bjórs er bönnuð í Írak, segir í fréttinni. Samband ungra Sjálfstæðismanna tók saman nokkrar umsagnir þingmanna þegar framvarp til laga um bjórinn var til meðferðar á Alþingi fyrir tuttugu og fjórum árum. Um forspá Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns, geta menn dæmt af eftirfarandi (feitletranir eru mínar):

Ég held að það sé mikill misskilningur, herra forseti, kannski einhver alvarlegasti misskilningurinn, að með áfengu öli flytjist inn í landið einhver bjórmenning. Slíkt gerist ekki á þann hátt. Ég held hins vegar að ókostirnir, sem felast í sjálfu ölinu og brestum mannlegs eðlis í samskiptum við það, komi inn með neyslunni samstundis. Ég hlýt því að vara mjög við því í öllu falli, hver sem örlög þessa frv. verða, að menn haldi að hér sé hægt að setja upp tugi jafnvel hundruð af ölstofum og að það skapi ekki upplausn í samfélagi eins og Íslandi sem ekkert hefur haft af slíku um áratuga skeið." Steingrímur J. Sigfússon.

Ég hefði talið skynsamlegt að reyna að velja einhvern tiltekinn þröngan styrkleikaflokk og hafa ölið á honum. Það hefði haft áhrif að mínu mati ef við hefðum t.d. ákveðið að áfengt öl skyldi vera af styrkleikanum 3,25--3,75, hvorki meira né minna, búið. Frekar létt öl, en samt klárlega áfengi og eingöngu meðhöndlað sem slíkt og selt sem slíkt. Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988.

Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna. Steingrímur J. Sigfússon, 2. mars 1988.

Í Íran ku vera margir á ofangreindri skoðun.

Skál í bjór, léttum og sterku, dökkum og ljósum, í flöskum eða dósum, af stút eða glasi. Þjóðinni hefur bara gengið nokkuð vel að fóta sig með bjórinn frá því 1988.

Hér hefur myndast bjórmenning, hundruð ölstofa hafa verið stofnaðar og upplausnin hefur engin verið.

Hugsið ykkur, ágætu lesendur, hvað hefði gerst hefði Steingrímur ráðið ferðinni. Við værum ábyggilega með afar þróað bjórlíki, blöndu af pilsner og vodka. 

 

 


mbl.is Afmæli bjórsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þér tókst að tengja Steingrím við bjórinn í þínum pistli.

Það er eflaust satt og rétt að hann hafi sagt þetta á sínum yngri og reynslulausu árum. En er ekki til neitt málnefnanlegra og betra að fjalla um á bankaræningja-gervihnattaöld? Er Sjálfstæðisflokkurinn ekki til neins annars nothæfur, en að einblína á niðurrif og einelti?

Mér finnst talsmenn Sjálfstæðisflokksins vera komnir út fyrir öll velsæmismörk á öllum sviðum, og í öllum pistlum. Þeir kunna ekkert annað en að taka andstæðinginn af lífi, í skjóli svikulla fjölmiðla og gjörspillts dómskerfis! Svo hafa þeir höfuðverndara spillingarinnar í framboði, sem kallaður er Geir Jón, sem hefur verið yfirvaldið í löggu-glæpaklíkunni í áratugi, og verndað dópsala undirheimanna!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.3.2013 kl. 23:09

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Anna: hvernig er að vera þarna megin við línuna?

Ásgrímur Hartmannsson, 2.3.2013 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband