Afstaða VG til ESB einangrar flokkinn

Forusta Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafði betur í atkvæðagreiðslunni á landsfundi flokksins um aðlögunarviðræðurnar við ESB. Aðeins með 11 atkvæða meirihluta var samþykkt að halda viðræðunum áfram

Þetta er mikið áfall, bæði fyrir fullveldissinna innan Vinstri grænna sem og í öðrum flokkum. Hefði landsfundurinn samþykkt að hætta viðræðunum væri allt önnur staða upp í stjórnmálunum. Þess í stað dæmir VG sig til einangrunar ásamt Samfylkingunni næstu fjögur árin.

Vandi Vinstri grænna er afar einfaldur. Forusta flokksins sveik kosningaloforð sitt og stefnu og samþykkti aðildarumsókn að ESB. Fyrir vikið hefur flokkurinn síðan verið að leysast upp í frumeindir sínar. Hefði landsfundurinn verið haldinn síðasta sumar hefði yfirgnæfandi fjöldi fulltrúa á fundinum hafnað þessari tillögu. Frá því í haust hafa hundruð flokksfélaga sagt sig úr VG eða misst áhugann á því að vinna innan flokksins. Þar af leiðir að flokksforustan hefur náð undirtökunum og stjórnar nú í rústunum.

Vg er því komin í stjórnmálalega einangrun með Samfylkingunni og kemur ekki frekar en hún til álita í næstu ríkisstjórn auk þess sem fylgi þessara tveggja flokka verður það lítið að þeir eiga ekki nokkurn möguleika á að hafa áhrif á landsstjórnina - sem betur fer.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn munu í sameiningu tryggja fullveldi Íslands með því að hætta við aðlögunarviðræðurnar og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldið, væntanlega næsta haust. 


mbl.is VG vill ljúka ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Byltingin át börnin sín þegar þau komust í ráðherraembættin: Steingrímur Joð sveik andstöðu við AGS,ESB og Icesave og hin jánka ESB-aðlögun til enda.

Takk, VG, þetta hjálpar verulega í kosningunum framundan!

Ívar Pálsson, 24.2.2013 kl. 22:12

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Takk fyrir innlitið félagi og til hamingju með frábæran landsfund.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.2.2013 kl. 22:14

3 identicon

Sæll Sigurður, er ekki málið það að það eru eingöngu esb sinnar eftir í VG og þeir ráða ferðinni þar, hinir sem eru á móti eru búnir að yfirgefa flokkinn ásamt kjósendunum, ég er hræddur um að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki gert sér grein fyrir því út í hvað hún var að fara þegar hún tók að sér formennskuna með Björn Val af öllum sem varaformann, hann mun ekki sópa fylginu að flokknum heldur frá.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband