Setjum línuna í jörð og allir sáttir

Ég er að hugsa um að óska eftir því við Steingrím að fá að taka Ingólfsfjalla eignarnámi til að koma í veg fyrir frekari malartöku. Hyggst greiða fyrir fjallið eftir minni.

Í alvöru talað. Ef Landsnet myndi sjá sóma sinn í því að leggja Suðurnesjalínu í jörð þyrfti ekki að koma til eignarnáms. Allir myndu samþykkja framkvæmdina. 


mbl.is Óska eftir eignarnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Spyr sá sem ekki veit.

Af hverju gera þeir það ekki?

Manni dettur í hug að það sé svo dýrt, en það getur valla munað svo miklu, eða??

Teitur Haraldsson, 20.2.2013 kl. 15:11

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Afar dýrt að leggja háspennustreng í jörð en eignarnámið er líka dýrt. Landsnet telur þetta 6-7 sinnum dýrara. Margir telja það rangt og kostnaðurinn sé nokkru minni. Þegar tveir deila, jarðeigendur og Landsnet, er eignarnám annars ekkert annað en valdbeitning, leið til að gera hlutina samkvæmt því sem annar aðilinn vill.

Auðvitað er fyrirsögnin hjá mér galgopaleg

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.2.2013 kl. 15:17

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Auðvita erum það við sem þurfum á endanum að borga þessa aðgerð, þannig að 6-7 sinnum dýrara er svakalegt.

En er það samt sem áður ekki framtíðin, ferðamanna iðnaðurinn á eftir að heimta að þessar línur hverfi, hvar svo sem þær eru?

Sammála með fyrirsögnina, ekki víst að Landsnet væri sátt við þá lausn, þótt það væri ekki „nema“ 3 sinnum :)

Teitur Haraldsson, 20.2.2013 kl. 15:29

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála. Mundu samt að það er ekkert til sem heitir „ferðamannaiðnaður“. Atvinnugreinin heitir ferðaþjónusta.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.2.2013 kl. 15:32

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mikið rétt að eignarnám er "valdbeiting, leið til að gera hlutina samkvæmt því sem annar aðilinn vill." En þá þarf líka að horfa á hagsmuni heildarinnar. Í þessu máli er engin spurning um það hvar hagsmunir heildarinnar liggja. Það er almannahagur á Suðurnesjum að þessi lína komist í gagnið. Þá gildir einu hvort við erum að hugsa um væntanlegt álver eða ekki. Spurningin snýst því upp í það hvort sé betra að heildin kúgi fáa eða að fáir kúgi heildina? Lög um eignarnám eru sett til þess að heildin geti ævinlega komið sínu fram. Það er einkenni á því sem við köllum lýðræði, ekki satt?

Magnús Óskar Ingvarsson, 20.2.2013 kl. 15:36

6 Smámynd: Ásta

Og svo gæti ríkið fellt niður 15% vörugjald á jarðstrengi.. og þá er jarðlögnin etv. 5 -falt dýrari. Svo má ekki gleyma að ísing safnast ekki á jarðstrengi og ofsaveður velta þeim ekki um koll, eitthvað má telja slíkt til tekna. Alla vega telur Stokkhólmur sú ákvörðun að leggja allar lagnir í jörð hafa skilað sér.

Ásta , 20.2.2013 kl. 16:03

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú hefur rétt fyrir þér, Magnús. Hins vegar er ekki gott að færa rökræðuna út það að einn sé að kúga annan. Málið er yfirleitt flóknara en svo að hægt sé að færa umræðuna út í öfgarnar. Oft geta hagsmunir eins eða fárra verið afar mikilvægir án þess þó að verið sé að kúga neinn. Hvað sem því líður fannst mér ágætt að glugga í skýrslu atvinnuvegaráðuneytisins sem sagt er frá í dag og nefnist Jarðlínur í jörð. Í henni koma frá mjög áhugaverð rök á báða bóga.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.2.2013 kl. 17:19

8 Smámynd: Gylfi Gylfason

Ég er búinn að segja frá upphafi að það ætti að henda strengum í sjó frá t.d. Straumsvík að Helguvík en þetta er á grunnsævi og lagning vart flókin. Hvorki jarðstrengir né loftlínur munu t.d. hafa gott af eldsumbrotum á Reykjanesi og það eru fjölmörg rök fyrir lagningu sæstrengs en enginn virðist hafa kannað prísinn v/s jarðstreng eða landlínu.

Gylfi Gylfason, 21.2.2013 kl. 00:43

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Já skemmtileg lesning þessi skýrsla og mjög vel unnin.

Ég vissi ekki margt um jarðlínur vs loftlínur en það sem sló mig mest er að líftími jarðlína er uþb 40 ár á móti uþb 70 ára líftíma loftlína. (ég hélt jarðlínur væru nánast eilífar).

Það þýðir að eftir 40 ár þarf að leggja aftur í jarðrask og þennan gríðarlega auka kostnað.

Auk þess er athyglisvert að viðgerðartími á jarðstrengjum er um 3 vikur og það þarf að fá menn að utan í það.

Það þýðir í raun að það þarf að leggja tvöfalt í fyrirtæki sem verða að hafa 100% uppitíma eins og álverin.

Þótt svo bilanatíðni sé nánast ekki til staðar í jarðstreng, þá þýðist það samt að það getur gerst og verður mun líklegra með árunum þannig að hugsanlega þyrfti að skipta út jarðstreng eftir 20 ár?

Ég hef verið mjög hrifinn af jarðstrengjum og verð áfram þar sem ég sé mikinn mun á uppitíma rafmagns hérna í austur og vestur rangárvallasýslu.

En þetta er alls ekki einfalt.

Teitur Haraldsson, 21.2.2013 kl. 13:22

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Teitur. Þetta er alls ekki einfalt. Held að við séum sama sinnis í þessum málum. Varla þarf að benda þér á Hellisheiði sem dæmi um loftlínukraðakið. Umfram allt þurfum við þó að vera raunsæir, fara bil beggja.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.2.2013 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband