Hugrenningar forsætisráðherra án upplýsingagildis

Ég hef alltaf mikla ánægju að lesa pistla eftir Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamann á Morgunblaðinu. Fáir eru jafn vel skrifandi og að auki er hann með gott nef fyrir pólitík. Hann segir í litlum pistli í blaðinu í morgun um grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu:

Það sem skortir algjörlega og alltaf í öll þessi skrif eru sennilegar skýringatilgátur og einhver haldbær rök fyrir orsakasamhengi milli ásetnings ríkisstjórnar og framfara á einhverjum tilteknum sviðum. Hin brotalömin felst í þeirri staðreynd að þessar hugrenningar forsætisráðherrans eru alltaf svo almenns eðlis að þær hafa nánast ekkert upplýsingagildi. Skort á þessu tvennu ber svo að rekja til þess að þar er ekki af neinu bitastæðu að taka.

Segir þetta ekki allt sem segja þarf?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband