Verð ég að fylgjast með þessu máli?
20.2.2013 | 10:35
Málarekstur saksóknara í Suður-Afríku gegn frægum fótalausum íþróttamanni er að verða að framhaldsögu, uppáhald blaða- og fréttamanna út um allan heim. Harmleikurinn er endurtekinn dag eftir dag í helstu fjölmiðlum hér á landi og erlendis og rétt eins og maður eigi enga ósk heitari en að vera áskrifandi að svona ógeðfelldu máli og málarekstri.
Atburðurinn, samkvæmt því sem nú er vitað, ber vitni um algjöran skynsemisskort, hugsunarleysi og aðgerðir sem voru í engu samræmi við aðstæður. Málareksturinn er auglýsingamennska sem er úr öllu samræmi við tilgang dómstóla og verkefni þeirra.
Og rökin núna eru þau að aumingjans íþróttamaðurinn hafi átt að bana unnustu sinni vegna þess að þau rifust heiftarlega kvöldið fyrir harmleikinn. Rökin er þau að fólk í sambúð tekur auðvitað fram byssu og skýtur hitt fari það hallloka eða líður illa eftir rifrildi. Og auðvitað er ætlunin sú að almenningur, hvar sem er í heiminum taki afstöðu. Hann drap hana! Hann drap hana óvart! Þvílíkir kostir sem boðið er upp á.
Eiginlega er ómögulegt til þess að hugsa að maður þurfi að sæta þess að þurfa að lesa eða heyra um þetta hörmungarmál á næstu vikum og jafnvel mánuðum, þvert gegn vilja mans. Slíkur er máttur fjölmiðla, maður á ekkert val, ekki er hægt að leiða ljótu málin hjá sér, hversu feginn sem maður vildi.
Vitni skýra frá hávaðarifrildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Amen!
Sigurður Haraldsson, 20.2.2013 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.