Framboð Jóns er rothögg á VG í NV kjördæmi

Varla eru nokkrar líkur á því að nokkur maður láti stjórnmálaflokk og raunar ríkisstjórn fara með sig eins og Jón Bjarnason hefur þurft að þola. Vinstri grænir eru svo iðnir við ESB umsóknina að þeir sættu sig ekki við að Jón færi að stefnu flokksins. Þeir hentu honum út úr ríkisstjórn vegna andstöðunnar við ESB.

Og í þokkabót rægði forsætisráðherra Jón, gerði lítið úr honum, sagði hann slakan ráðherra og ekkert gagn af honum. Varaði sig þó á því í þessari herferð gegn einum manni að nefna aldrei ESB umsóknina.

Að sjálfsögðu mun Jón bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Hann verður kjörinn og gerir þar algjörlega út um vonir Vinstri grænna um að ná manni inn. Þannig verður endurkoma Jóns jafnglæsileg og niðurlægin VG mikil í þessu víðlenda kjördæmi.


mbl.is Líkur á sérframboði Jóns aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áfram Jón Bjarnason

... og Bjarni Harðarson!

Jón Valur Jensson, 20.2.2013 kl. 09:12

2 Smámynd: Hvumpinn

Afar litlar líkur á að Jón nái 5% þröskuldinum, hins vegar á hann eftir að plokka fullt af atkvæðum af VG og koma þar með líklega í veg fyrir að fiskverkakonan frá Suðureyri verði áfram á þingi.

Sem er ágætt.

Hvumpinn, 20.2.2013 kl. 13:11

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jón mun að fullum líkindum ná kjöri þarna. Lilja Rafney fær líklega mestan þorrann af atkvæðum fjölskyldunnar. Annars er Lilja ekki lakari kostur fyrir kjördæmið en margur annar og að sjálfsögðu margfalt þarfari fólki við sjávarsíðuna en Einar Kr.

Árni Gunnarsson, 20.2.2013 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband