Ríkisstjórnin hlustar ekki í þessu máli né öðrum

Engin rök hafa komið fram fyrir því að þingið þurfi að ljúka við stjórnarskrármálið fyrir kosningarnar í vor. Ekki heldur hafa komið fram nein haldbær rök fyrir því að breyta þurfi stjórnarskránni. Hins vegar hefur gott fólk bent á að ýmislegt megi betur fara í núgildandi stjórnarskrá.

Breytingar á stjórnarskránni eiga eðli máls vegna að fara hægt og þær eiga að vera í eins mikilli almennri sátt og hægt er. Þess vegna væri ég tilbúinn til að styðja þá breytingu á stjórnarskránni að breytingar á henni væri ekki hægt að samþykkja nema tvö þing samþykktu þær með meira en tveimur þriðja atkvæða og þar á eftir færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Þeir ellefu þingmenn sem nú hvetja þingið til að fara sér hægt segja meðal annars í áskorun sinni:

Tryggja verður vandaðan undirbúning og breiða samstöðu áður en  ný stjórnarskrá lýðveldisins er samþykkt. Töluvert vantar á að þessi skilyrði séu uppfyllt.  Skorum við á þingmenn að vanda betur til undirbúnings.

Þetta er hárrétt. Það er ekki aðeins stjórnarandstaðan sem hefur gagnrýnt stjórnlagabreytingarnar og offorsið sem einkennir flutning þeirra á Alþingi. Fjölmargir aðrir, lærðir og leikir, hafa gagnrýnt hvort tveggja og núna síðast Feneyjarnefndin.

Meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi ætlaði að láta krók koma á móti bragði þeirra sem gagnrýnt hafa og fá álit þessarar nefndar. Þá brá svo við að hún leggst í veigamiklum atriðum gegn breytingunum og nú er skyndilega ekkert að marka nefndina né heldur alla aðra sem gagnrýnt hafa.

Þannig vinnur meirihluti Alþingis í flestum málum, þvert gegn álitum enda virðast þar ráða hinir mestu þverhausar. Þar er ekki hlustað á ráð hinna bestu manna.


mbl.is Hæstaréttarlögmenn skora á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband