Sumir ökumenn misjafnari en aðrir

Fyrirsögn þessarar fréttar er yndislega mikið í ætt við Orwell. „Ökumenn í misjöfnu ástandi.“ Maður sér fyrir sér tilkynningu frá Umferðarstofu: Fimmtudagur: Í dag skulu allir ökumenn vera vel rakaðir. Föstudagur: Í dag skulu ökumenn vera í jakkafötum. Laugardagur: Allir ökumenn skulu vera í jakkafötum með bindi.

Og svo kemur tilkynning frá lögreglunni: Fimmtudagur: Ökumenn í misjöfnu ástandi. Og lögreglustjóri hringir í innanríkisráðherra og spyr hvar og hvernig ökumenn eigi að vera rakaðir. Á föstudegi kemur svo frétt á mbl.is og fyrirsögnin er þessi: Margir rakir ökumenn en enginn rakari.

Skilningu lesenda er í misjöfnu ástandi og minn eflaust misjafnastur og í þessari fantasíu skrifa ég bullpistil á bloggsíðuna og reyni að snúa útúr öllu saman með aulabrandara. Allt endurtekur sig nærri því í óbreyttri mynd.


mbl.is Ökumenn í misjöfnu ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband