Innihaldið horfið og orðin tóm eftir

Nú held ég að það verði gaman að gera viðskipti ef ekkert má vera dýrara en 1000 evrur í Frakklandi. Annars skil ég ekki fréttina. Óska eftir aðstoð. 

Bannað verður að borga meira en eittþúsund evrur í reiðufé í viðskiptum í Frakklandi, samkvæmt nýjum áformum um að ráðast gegn skattsvikum.

Ég held að sá sem skrifaði þetta þurfi nú að endurskoða alla fréttina. Fyrirsögnin er alveg út í hött: „Þak á greiðslur í reiðufé vegna skattsvika“. Misskilja má þetta á hin fjölbreyttasta veg. Ef greiðslur í reiðufé eru takmarkaðar vegna skattsvika þá er líklega óskað eftir viðbótargreiðslum í kvikfénaði, borðbúnaði, skartgripum eða einhveru áþreifanlegu. Eða að það sé takmarkað sé hversu sekta má fyrir skattsvik.

Þegar innihald fréttar hverfur standa orðin tóm eftir.



mbl.is Þak á greiðslur í reiðufé vegna skattsvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Evran komin í höft? Jahérna.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2013 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband