Er heilagur andi hlutdrægur?
13.2.2013 | 17:42
Fyrir okkur sem erum óskeikulir er mikið undrunarefni að komast að því að Benedict XVI páfi skuli aðeins vera óskeikull vegna tilverknaðar heilags anda. Ekki bendir það til að mikið sé í manninn spunnið að hann þurfi á hjálp að ofan. Það er þó öldungis aukaatriði.
Byggist fréttatilkynningin á sannleika (ætlaði að segja heilögum en sá mig um hönd) hlýtur það að teljast ólýðræðisleg hlutdrægni heilags anda að ganga alltaf til liðs við páfa en virða að vettugi fyrirsvarsmenn annarra trúarhópa hinnar kristnu kirkju svo ekki sé talað um alla hina trúarhópanna.
Hvernig getur biskup, prófastur eða prestur stundað sitt starf og verið óskeikull ef hann fær ekki stuðning til þess frá heilögum anda? Maður bara spyr. Felist svarið í því að sá heilagi hafi ekki tök á að ná til nema eins dauðlegs manns á hverjum tíma þá fyllist maður efasemdum. Jafnvel jólasveinninn nær til milljarða manna á nokkrum jarðneskum sekúndum. Hefur jólasveinninn kraftinn?
Meðfylgjandi mynd af Péturskirkjunni í Róm meðan á samtali páfa og heilags anda stóð nú um daginn. Stuttu síðar ákvað páfi að segja af sér.
Benedikt páfi verður skeikull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á myndinni sést þá þessi eina sanna "hotline".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2013 kl. 18:28
Já, alveg hárrétt.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.2.2013 kl. 18:31
Þú hlýtur að vera að gera að gamni þínu, Sigurður minn.
Því ég ætla ekki að elta hér ólar við ályktanir þínar.
Jón Valur Jensson, 13.2.2013 kl. 23:32
Heilagleika er ekki útbýtt til kórónu-bera snobbelítunnar, umfram aðra mannlega og dauðlega.
Sá gamli í Róm er líklega búinn að læra það á tvitter, og ekki seinna vænna fyrir hann að átta sig á staðreyndum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2013 kl. 00:09
Það stóð nú til að ég ritaði hér:
Því [þess vegna] ætla ég ekki ...
leiðréttist hér með.
Anna Sigríður, hann Benedikt er einn greindasti maður jarðríkis og alveg út í hött að telja sig geta talað niður til hans. Hann starfaði áratugum saman sem akademíker, í vandasömustu pófessorsstörfum, og hann er sá páfi, sem langflestar hefur skrifað bækurnar.
Og kunnugir kannast ekkert við þennan hvimleiða áburð um "snobbelítu".
Þar að auki var hann ekki "kórónu-beri", því að Jóhannes Páll II aflagði það, að páfi bæri nokkurn tímann kórónu.
Betra sem sé að kynna sér málin fyrst, kæra Anna Sigríður.
Annars er þessi umræða hér alveg himnesk miðað við sumt, sem nú sést frá íslenzkum vanþekkingarmönnum, t.d. í Rúv-fréttum í hádegi á miðvikudag og einkum í DV á nýliðnum degi, en það var reyndar bætt þar upp með þeim mun meiri illkvittni og lygaskrifum.
Jón Valur Jensson, 14.2.2013 kl. 01:42
Hvað felst í því að vera staðgengill KRISTS?
"Ég er kominn til þess að ÞIÐ hafið LÍF & nægtir". (KRISTUR*(Jóhannesarguðspjall 10.10).
Væri ekki hægt að koma á einhverskonar jákvæðri samkeppni
á milli Kristinna og kaþólskra um það hver hafi mesta lækningamáttinn
/svör við þeim spurningum sem hvíla á almennigi um lífið og tilveruna
/ Kannski svipað fyrirkomulag & í spurningaþættinum ÚTSVARI?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1273911/
Jón Þórhallsson, 14.2.2013 kl. 09:13
Bla bla ...
Jón Valur Jensson, 14.2.2013 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.