Krefjast ber afsagnar ráðherra og forstjóra Landspítalans

Hvernig stendur á því að ráðherra velferðamála getur komist upp með að gera slík dómsdags mistök að gera samning um hálfra milljón króna launahækkun forstjóra Landspítalans án þess að þurfa að gjalda fyrir með embætti sínu?

Landspítalinn er á barmi hruns. Eftir nokkra daga getur hann hvorki sinnt lágmarksþjónustu eða boðið upp á lífsnauðsynlegar aðgerðir. Senda verður fólk til útlanda eða krefjast þess að það þreyi þorrann - í bókstaflegri merkinu.

Í þokkabót er forstjóri Landspítalans læknir sem á þá ósk heitasta að gegna hvort tveggja, læknisstörfum og starfi stjórnanda rekstrar. Maður skyldi nú halda að annað hvort væri nóg fyrir einn mann. Engu að síður krafðist hann launahækkunar og ráðherrann lét undan.

Yfirgnæfandi líkur benda til þess að hafi þeir tveir ekki staðið í þessu baktjaldamakki væri staðan allt önnur á Landspítalanum þó vissulega væru erfiðleikar.

Algjör trúnaðarbrestur hefur orðið á milli starfsfólks og stjórnanda spítalans og ekki síður velferðaráðherrans.

Í þeirri viðleitni að leysa málið verður að krefjast þess að ráðherrann og forstjórinn segi af sér og eftirláti öðrum að koma að launadeilunni án þess að vandmálið með baktjaldamakkið tefji.

Sumir kunna að segja að þetta skipti engu máli. Það er einfaldlega rangt. Nýir menn koma með nýja sýn á málin og þeim fylgir ósjálfrátt traust og velvild.  


mbl.is Ráðherrar héldu fund um Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir W Lord

Vá hvað ég er sammála þér með þetta, en það er ekki þannig hér á íslandi að menn axli ábyrgð gjörða sinna, það er þannig og breytist ekkert, það er ekki hægt að búa við þetta lengur og segir ég nú er komið nóg. Semjið við okkar hjúkrúnarfræðingar og komið Landspítalanaum í lag. sjá umræðu á Facebook líka https://www.facebook.com/Heilbrigdiskerfid?fref=ts

Reynir W Lord, 11.2.2013 kl. 15:21

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið er ég sammála þér líka Sigurður, þessi gjörningur Guðbjarts á sínum tíma setti eld í olíuna segi ég og sýndi okkur hversu fádæma grunnhygginn hann er verð ég bara að segja frekar en að um heimsku sé að ræða, að láta það hvarfla að sér að gera þetta vitandi af stöðunni eins og hún er og að Forstjórinn skuli fara fram á launahækkun vitandi það að hann er samningsbundinn til 5 ára frá því að hann tók við er ég ekki að skilja, þessir tveir áttu að víkja tafarlaust en svo varð ekki, afleiðingarnar blasa við fyrir okkur Þjóðina og á meðan þessir tveir eru þar sem þeir eru verður ekkert annað framundan en það sem blasir við í dag vegna þess að þeir eru gjörsamlega rúnir trausti.

Ef það á að vera möguleiki á því að bjarga því sem bjarga verður, þá verður að láta þessa tvo fara tafarlaust og kalla eftir nýjum að eins og þú segir...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.2.2013 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband