Ríkisstjórn gegn hagsmunum þjóðar
6.2.2013 | 08:19
Hrunadansinn margumræddi færðist úr bönkunum yfir í stjórnarráðið. Í stað óábyrgra, sjálfmiðaðra og hrokafullra bankamanna fékk þjóðin nákvæmlega eins innréttaða og jafn siðlausa ríksstjórn, sem reynir að hagnast á óförum þjóðarinnar.
Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hefur aldrei sinnt því sjálfsagða hlutverki að sameina þjóðina á ögurstundu, koma á þjóðarsátt um endurreisn og vera málsvari hennar og hagsmunavörður á alþjóðavettvangi. Þvert á móti skipaði ríkisstjórnin sér á bekk með meintum kröfuhöfum okkar. Hún klauf þjóðina í herðar niður í hverri aðförinni á fætur annarri: með aðför að fullveldinu, auðlindunum, stjórnarskránni, sjávarútvegi og grundvallar-stjórnskipunareinkennum á borð við lýðræðislega stjórnarhætti og réttarríkiseinkenni, með leikritinu um Landsdóm.
Þetta segir Kjartan Gunnar Kjartansson, blaðamaður á Morgunblaðinu í pistli dagsins í blaðinu. Við þetta er eiginlega ekkert að bæta. Þetta er rétt lýsing á ríkisstjórninni og verkefnum hennar síðustu fjögur árin. Þau eru henni ekki til sóma og gerist nú nýr formaður annars stjórnarflokksins vígmóður og vill frið ... Um hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt, það er ekkert við þetta að bæta. En Árni Páll boðar frið á alþingi, í hverju skildi það nú liggja, jú þið verðið að fara eftir því sem ég segi, og ekki mótmæla neinu sem ég vil ná í gegn. Þetta er mín skoðun á friði hjá formanninum, þannig að það verður enginn friður!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 6.2.2013 kl. 11:49
Var að lesa DV þar eru nokkur skondin orð látin falla um friðarhöfðingjann til dæmis er ein fyrirsögnin svona; Ólga vegna Árna Páls, stefnuræðan mælist misvel fyrir.
Önnur á forsíðu; Sagður gefa skotleyfi á Jóhönnu. Já hann gæti svo sem unnið friðarverðlaun Nóbels eins og ESB eða Arafat. Þar á bæ virðast menn hafa aðra skoðun á friði en við hin.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2013 kl. 15:39
Bretar hræddir um auðæfi sín ESB vill að landgrunnur Bretlands sé þeirra.
Erum við ekki að bíða eftir loforði frá ESB með að fla að halda okkar auðæfum. Sjá viðhengi á grein í bloggi mínu http://skolli.blog.is/blog/skolli/
Valdimar Samúelsson, 6.2.2013 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.