Sendu mér tölvupóst, svarar Ögmundur

Lítil frétt um hingaðkomu lögreglumanna frá Bandaríkjunum varpar ljósi á vinnubrögð „bestuvina“ innan ríkisstjórnarmeirihlutans. innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónason, þingmaður Vinstri grænna, sparkaði þessum mönnum aftur út úr landinu með vel völdum orðum að eigin sögn.

Enginn frétti af atburðinum fyrr en málsvari Wikileaks sagði frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins.  Varla hefur hann varið svo lágt að enginn hafi af honum vitað utan Ögmundar, ríkislögreglustjóra og saksóknara. Gæti verið að ekki hafi verið um merkilegan atburð að ræða?

Sé svo, hvers vegna sendir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og formaður utanríkismálanefndar, Ögmundi bréf um málið? Ég ræði ekki málið við þig, segir líklega sá síðarnefndi. Sendu mér bara bréf.

Þetta minnir á hjónin sem sátu við morgunverðarborðið í upphafi síðasta áratugar síðustu aldar. Þú talar aldrei neitt við mig, fullyrti eiginkona. Það er ekki rétt, svaraði eiginmaðurinn. Fékkstu ekki faxið frá mér í gær?

Við þurfum að tala saman, segir Árni Þór.

Sendu mér ímeil, svarar Ögmundur.

Enginn þarf að vera hissa á fylgistapi Vinstri hreyfingarinnar og líka græna framboðsins. Menn eru svo undrafljótir að verða að stofnunum.


mbl.is Óskar eftir greinargerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er einhver sem trúir því að þessir menn hafi bara byrst hérna í FIB jökkunum sínum og með byssur. Það voru gefin leifi enda ekkert ótrúlegt. Hér var um Landráð að ræða í hugum Ameríkana en það skilja nú ekki margir Íslendingar enda ekki ófá landráð sem hafa verið framin hér í sölum Alþingis. 

Valdimar Samúelsson, 4.2.2013 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband